Örvitinn

Gamli biskupinn í Morgunblaðinu

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins birtast hugvekjur eftir Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup og föður þess sem nú fær milljón á mánuði fyrir að sinna því verki.

Pistlar Sigurbjörns einkennast af heimsku. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. "Rök" hans ganga öll út á fáfræði: Hitt og þetta er flókið og óskiljanlegt, því hlýtur Gvuð að vera til. Heimskan gengur út á að vilja ekki leita annarra svara en þeirra sem benda á yfirnáttúrulegan Gvuð, vilja ekki auka þekkingu sína. Þetta er versta form heimsku, þrjóska þess sem nennir ekki að fá annað svar en það sem honum hentar. Blaður biskupsins er allt í þessa átt:

Og hvað sem líður hinum mörgum spurningum og úrlausnarefnum sem vísindin glíma við og ber að leita að lausnum á og svörum við, þá verður það undur, sem er þú eða ég, aldrei afhjúpað á neinni vísindalegri rannsóknarstofu eða tilraunarstöð.
Ég fæ ekki séð, að svo nefnd heilbrigð skynsemi eða vísindalegt raunsæi geti véfengt eða afsannað þessa staðhæfingu. [feitletrun MÁ]

Það sorglega við þetta er svo að guðfræðingarnir á ríkisjötunni, sem byrja með að lágmarki 450þ á mánuði, lesa þetta sigri hrósandi og boða svo fermingar-, grunn- og leikskólabörnum þennan sannleik. Jahá, karlinn veit hvað hann segir. Þekkingarskortur okkar sannar Gvuð, ekki reyna að skilja, Gvuð leynist í skilningsleysinu.

Málgagn Ríkiskirkjunnar ætti að gera gamla biskup greiða og hætta að birta þetta þvaður. Ég gleðst aftur á móti og vona að sem flestir lesi og hugsi.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

anna benkovic - 24/03/08 15:14 #

já, áður en DNArannsóknir komust á hátt stig, var talað um Jesus sem eingetinn og það var "leyndardómur" guðdómsins?

Óli Gneisti - 24/03/08 19:06 #

God of gaps kenningin. Sá guð minnkar sífellt og minnkar. Sá guð á í stríði við vísindin.