Örvitinn

Bloggið á blog.is

Þetta er ágætur punktur Hjá Hildi.

Alveg sé ég Kastljósfólk fyrir mér: Hey, fjöllum um bloggara, en bloggið er einmitt á slóðinni blog.is. #

Það virðast óskaplega margir halda að bloggið hafi verið fundið upp á moggablogginu. Moggabloggið er ekki einu sinni blogg, þetta er myspace/facebook með bloggfítus.

vísanir
Athugasemdir

Gummi Jóh - 26/03/08 16:15 #

Nákvæmlega!

Heimsóknartölur á blog.is segja heldur ekki alla söguna þar sem þetta er samfélagsvefur meira en bloggvefur.

Þetta er ansi einföld og illa unnin innslög þar sem þau segja í raun ekkert heldur um blogg á Íslandi, hvernig það hefur verið í gegnum tíðina eða hvernig það hefur þróast síðustu ca 9 ár. Þetta er bara svona "manneskjan bakvið moggabloggið" sem ég ímynda mér ekki að margir hafi áhuga á að sjá.

Einar Örn - 26/03/08 17:11 #

Besta við innslagið í gær var að konan sem bloggaði hafði aldrei lesið blogg áður en hún byrjaði að blogga.

Hún og Egill Helga eru því mestu blögg-frumvköðlar landsins. :-)

Best dæmi um þessa MæSpeis tengingu var að ég sá að einn gaurinn hafði farið inná allar síður bloggvina sinna á Moggablogginu og sent þar inn páskakveðju í komment á hverri einustu síðu. Sumu fólki skortir alvarlega verkefni.

Annars hef ég séð þrjú innslög hjá Kastljósinu en þau hafa enn ekki fjallað um blogg sem ég hef lesið oftar en einu sinni.

Matti - 26/03/08 18:52 #

Ég verð að játa að ég skoða nokkur moggablogg af og til en þau eru reyndar ekki mjög mörg.

Önnur ágæt mæspeis dæmi eru innlitunarkvitt og athugasemdaleikir. Auk þess að á mörgum síðum er nauðsynlegt að vera skráður moggabloggari til að geta gert athugasemdir. Það auðveldar moggabloggurum að loka á óæskilegt fólk eins og mig :-)

Svavar Alfreð Jónsson - 26/03/08 23:15 #

Ég er þakklátur fyrir að óæskilegir lesendur eins og þú, Matti, líti inn hjá mér annað slagið. Sjálfur les ég þig nokkuð reglulega - og hef lítið gaman af. Lifðu heill!

Kalli - 27/03/08 09:08 #

Sjálfur les ég þig nokkuð reglulega - og hef lítið gaman af.

Ég reikna með að þetta hafi ekki átt að vera jafn fyndið og það er? :D

Annars hef ég kenningu um Moggabloggið sem komment Einars Arnar virðist styðja. Mbl.is er stærsti vefur landsins og fólkið sem bloggar þar er líklegt til að hafa mikinn áhuga á að koma skoðun sinni á framfæri en lítinn áhuga á því hvernig það gerir það nákvæmlega.

Ef það hefði áhuga á því síðarnefnda myndi það velja sér almennilegt bloggkerfi og vekja athygli með almennilegum skrifum...

Og já, þessi kenning er ekki sett fram í fullri alvöru.

Kalli - 27/03/08 09:13 #

Hmmm... af hverju virkaði ekki blockquote í athugasemdinni minni? Oh, well, þetta átti að vera merkt viðeigandi sem tilvitnun.

Matti - 27/03/08 09:13 #

Ég er viss um að Svavar les þessa síðu í góðri trú.

Matti - 27/03/08 09:18 #

<blockqoute>...</blockquote> ;-)

Ég lagaði þetta. Markdown er þægilegra en html.

Kalli - 27/03/08 09:28 #

Bleh... ég er ekki vaknaður. Gleymi alltaf að þú leyfir Markdown. Ég <3 Markdown.