Örvitinn

"Hægt að greiða í stöðumælinn með GSM símanum"

mbl.is segir frá nýrri þjónustu sem gengur út á að hægt sé að greiða fyrir bílastæði með gsm símanum.

Ný þjónusta fór í loftið í morgun sem kemur sér vel fyrir þá sem gleyma að hafa með sér smámynt í stöðumæli borgarinnar. #

Nýjungin er samt ekki meiri en svo að ég hef verið að nota nákvæmlega eins þjónustu frá öðrum aðila í meira en ár. Þetta er þrælsniðugt og virkar!

Munurinn á því sem ég hef notað og þessari nýju þjónustu er að ég borga ekkert mánaðargjald. Sendi sms þegar ég legg í stæði og borga þá fyrir ákveðinn tíma. Fæ svo sms áður en sá tími rennur út og get þá greitt meira ef þörf er á.

vísanir
Athugasemdir

Sigurjón - 27/03/08 15:23 #

Haha, ég einmitt hugsaði það sama þegar ég sá þetta. Man eftir því að Stefán Baxter gerði þetta oft og iðulega á þeim tíma þegar ég var að vinna í Hugsmiðjunni, það var 2006!