Örvitinn

Hverju...

Það er ekki gott að fresta nokkru fram á síðustu stundu, nema fullnægingu þegar leikar standa hæst, en það er önnur umræða.

Í nótt rumpaði ég af vantrúargrein. Ég get ekki sagt að ég svo stoltur af greininni, ég hefði þurft að vanda mig betur og gefa mér meiri tíma en ég skilaði þó grein og ritstjórinn getur ekki skammað mig.

Hvað ætli það sé sem fólk hefur í huga þegar það segir eitthvað þessu líkt um mig eða aðra trúleysingja? Þegar fólk heldur því fram að við í Vantrú eða aðrir trúleysingjar séum þröngsýn finnst mér lágmark að benda á eitthvað tiltekið sem við ættum að trúa á en gerum ekki. Hvað er það nákvæmlega sem þessu fólki finnst við útiloka án raka? #

dagbók vísanir
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 28/03/08 10:53 #

Ooohhh... mér sem hlakkaði svo til að geta skammað þig :'(

Þá er sá draumur úti.

Kalli - 28/03/08 11:26 #

Viltu ekki bara að ég taki minni rólega og missi af deadline? :p