Örvitinn

Pólverjar utan á húsinu

Hamarshöggin slá taktinn í vinnunni þessa dagana. Útlenskir iðnaðarmenn reistu vinnupalla á einum degi og laga nú það sem laga þarf, veggi og glugga. Næstu vikur þarf ég að hækka í græjunum til að heyra í sjálfum mér!

Þetta er lag dagsins, spilað dálítið hátt.

Ég hef ekki hugmynd um hvort iðnaðarmennirnir eru frá Póllandi en þeir eru frá Austur Evrópu.

dagbók lag dagsins
Athugasemdir

Kalli - 31/03/08 15:08 #

Er það bara ég sem er útúr eða er þetta myndband dáldið mikið næntís lame?

Lagið hefur hins vegar elst ágætlega. Held það hafi einmitt verið þetta lag sem vakti áhuga minn á Deftones.

Kristján Atli - 31/03/08 19:51 #

Elst illa? Þetta myndband er klassískt. Chino að rokka með vatnsslöngu? Öll mín æska felst í þessum fjórum mínútum. :-)

Ertu að vinna í Austurstrætinu, Matti? Ég get svarið að þessir sömu Pólverjar Austur-Evrópubúar eru fyrir utan gluggana við hliðina á minni skrifstofu.

Matti - 31/03/08 21:06 #

Nei, ég er ekki svo heppinn að vera í miðbænum. Vinnustaðurinn er á Laugavegi 178.