Örvitinn

FreeBSD og RAID vesen

Ég sótti nýjan server áðan og prófaði að installa FreeBSD 7.0. Við* fengum vélina afhenta í fyrradag en það móðurborð studdi ekki RAID þó okkur hefði verið talið trú um annað. Skiluðum því vélinni og fengum nýtt móðurborð.

Móðurborðið er frá MSI og heitri P6NGM. Nú vona ég bara að FreeBSD styðji RAID á því. Vil endilega skipta um server á næstu dögum. Nýja vélin er dual core 1.66GHZ, 2GB minni og 2 160GB sata diskar. Ætti að duga ágætlega.

Installið á FreeBSD gekk ekki vel, þegar komið var inn í install vildi það ekkert kannast við að neinir diskar væru í vélinni - þó búið væri að stilla RAID1 og ég vissi ekki betur en að allt væri tilbúið.

21:43
Spurning um að skoða líka software raid ef þetta virkar ekki.

* Ég og Jón Magnús.

tölvuvesen