Örvitinn

Eldsneytiskvabb

Kvittun frá atlantsolíuÁttunda janúar borgaði ég í fyrsta skipti meira en níu þúsund krónur fyrir eldsneyti. Aðfararnótt föstudags borgaði ég rúmlega tíu þúsund krónur þegar ég fyllti á tankinn á heimleið úr vinnu. Þetta var semsagt í fyrsta skipti sem ég sá fimm stafa tölu er ég fylli á bílinn. Á ég að trúa því að ég muni fylla tankinn fyrir ellefu þúsund krónur á árinu? Eflaust er stutt í það. Ég hefði reyndar getað farið daginn áður og sparað um tólf hundruð krónur - en þá hefði ég þurft að fresta kvabbi.

Einhverjum þykir þetta eflaust gott á mig. Ég geti sjálfum mér um kennt að aka um á litlum dísel jeppa. Reyndar var ein ástæða þess að ég keypti dísel bíl á sínum tíma að ég taldi (og hafði góðar ástæður til að halda) að verð á dísel yrði hagstæðara en á bensíni.

Ég fyllti tankinn síðast þar á undan í Borgarnesi 22.3 - ók þann dag í Hvalfjörð (göngin voru lokuð) á móti Áróru og svo daginn eftir í bæinn. Ók 516km á tanknum og eyddi að meðaltali 12,7 lítrum á hundraði. Þarf að tékka á loftþrýstingi á dekkjum, mér þykir þetta frekar mikil eyðsla miðað við hlutfall utanbæjaraksturs á tímabilinu.

Fyrir ári, 17. apríl 2007, borgaði ég 114,1.- kr fyrir líter af díselolíu. Í þetta skipti 154,8.- kr. Þetta er hækkun upp á 36,57% - sem er þokkalegt.

kvabb
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 06/04/08 12:09 #

Já það eru margir sem upplifa ákveðin svik gagnvart díselverðinu en það breytir því s.s. ekki að eldsneytisverð er almennt hátt. Ég persónulega gafst upp á rekstri díselbílsins (enda kannski ekki lítill bíll). Kostir díselsins eru auðvitað að eyðslan er á þrengra bili en sambærilegrar bensínvélar. Þannig að t.d. við álag myndi þinn bíll með bensínvél eyða ennþá meira. Ég tók saman eldsneytisnotkun á mína bíla fyrir síðasta ár og það voru tæplega 3.000L en ég keyri auðvitað mjög mikið. Ég veit ekki hvað telst "eðlilegt" í þessum málum. Ég get samt ímyndað mér að þessar breytingar séu að vega nokkuð þungt í heimilisbókhaldinu hjá flestum.

Matti - 07/04/08 10:01 #

Fólk finnur fyrir þessu, það er engin spurning. Ég ætla að byrja aftur að halda bókhald yfir eldsneytisnotkun - eftir árspásu í því.