Örvitinn

Tregavöttin tíuþúsund

Æi, hvað á maður að segja um þetta?

Mér finnst þetta ekkert sérlega sniðugt, gömlu heimskulegu klisjurnar dregnar fram. Rosalega frumlegt að teikna myndina "æstur lítill krakki", ég hef aldrei séð það áður! Svo er þetta skrifað undir dulnefni sem lýsir miklu hugrekki.

Finnst fólki þetta annars gáfulegt, beitt, fyndið eða djúpt? Getur verið að mig skorti bara næmni fyrir fínni blæbrigðum ljóðalistarinnar?

menning
Athugasemdir

Steinunn - 14/04/08 17:37 #

Það getur náttúrulega vel verið, ég skal ekki segja til um það. En þetta "ljóð" er nú samt alveg óttalega lélegt.

Eiríkur Örn - 15/04/08 10:03 #

Þetta er fyrirtaks ljóð - en það er líklega ekki rétt að tala um "fín blæbrigði".

Ég myndi hins vegar vara mig á að túlka það einhliða sem gagnrýni á samtökin Vantrú - ég er ekki viss um að það sé "meiningin". Hún getur í það minnsta allt eins verið kaldhæðin og þveröfug - mörg góð ljóð fara í hringi, og ég skildi þetta á þann veg.

En það er kannski bara ágætt að einhverjum sárni. Ekki svo oft í seinni tíð sem fólki sárnar ljóð.

Matti - 15/04/08 10:28 #

Þetta er fyrirtaks ljóð

Þá finnst mér ekki skrítið að stundum sé (ranglega) talað um að ljóðið sé dautt.

Ég er ekki sár útaf þessu ljóði. Ég er þreyttur og mér leiðist. Þetta er svipað og ef krakkagemlingar rífa kjaft úti í búð (sko, ég get líka teiknað myndir), maður byrstir sig og þusar en maður verðu ekki sár.

Ef ljóðið er að fara hring og á að vera ádeila á þá sem nota einfaldanir og klisjur um Vantrú, þá er ég hræddur um að sá vinkill fari fyrir ofan garð og neðan hjá nær öllum sem það lesa.

Ekki láta svo eins og þessi bloggskrif mín séu viðurkenning á því að þetta ljóð hafi tilgang. Með þeim rökum væri Vefþjóðviljinn orðinn merkissíða ;-)

Hjörvar Pétursson - 15/04/08 11:36 #

Ljóðið er sprelllifandi. Á tölvuöld sem aldrei fyrr:


DJÖFULLINN ER UPPRUNNINN AÐ NEÐAN

ég trúi ekki á guð
ég ætla bara að skrifa um það seinna
sko um guð
en ég trúi á hann!

nei ég trúi ekki á guð
og sé eiginlega eftir
að hafa fermt mig

ég trúi á Travolta

ég veit þó að ég trúi ekki
á boðskap vísindakirkjunnar
það er bara tómt rugl

ég trúi á stuð
og ég trúi töluvert
á speki Jungs
Cambells
Peck

hversu heil er trú þín
eða trúleysi?

ég trúi ekki á guð
en ég trúi að bænir
virki

ég veit ekki
hvort ég trúi á guð
en ég bið bænir
"just in case"

guð

ég trúi ekki á
skiluru
kallinn með síða hvíta skeggið
sem stendur í gullhöllinni sinni
uppí skýjunum

en ég trúi á að það sé
eitthvað
sem verndar okkur
og

trúið þið á drauga?

en já ég trúi á drauga
og hef séð
nokkrum sinnum

ekki oft samt

ég trúi ekki beint
á drauga

en ég trúi alveg
að það geti verið sálir
eða "andar"

þú þarft ekkert endilega
háhraða internet
til að ná í þá

ég trúi á sjálfan mig
ég trúi ekki á eitthvert
æðra máttarvald
ég trúi bara því
sem hægt er að
sanna

ef einhver getur
sannað
að guð sé til

og þá mun allt verða
eins og var