Örvitinn

Sumardekkin

Partur af slæmri samvisku minni er farinn í sumarfrí því sumardekkin eru komin á bílinn og nagladekkin í bílskúrinn. Keypti nýjar skálar (eða hvað það heitir nú) og rær í leiðinni því hitt var farið að ryðga. Ég ætla að fylgjast sérstaklega með því í þetta skipti hvaða áhrif dekkjaskiptin hafa á eldsneytiseyðslu.

Talandi um svifryk (það var enginn að tala um svifryk), hafið þið tekið eftir því að götur hafi verið þrifnar undanfarið?

dagbók