Örvitinn

Þórbergur, Þórarinn og Steinn

Ég keypti þrjár bækur í Smáralind meðan Inga María var í fimleikum. Ég og Kolla kíktum í verslunarmiðstöðina til að kaupa sundbol. Við heilsum yfirleitt upp á bókabúðina í leiðinni.

Ég keypti þessar bækur:

Það mætti halda að Kiljan hafi áhrif á mig!

Þær kostuðu nákvæmlega 8960.- krónur og því keypti ég barnabók fyrir 340 krónur til að fá þrjúþúsund króna afslátt. Borgaði því tæpar 6300 krónur fyrir herlegheitin.

bækur
Athugasemdir

Arnold - 24/04/08 10:27 #

Ég ætla einmitt að versla mér Kvæðasafn Þórarins Eldjárns. Hann er séní. En ekki grunaði mig að þú værir ljóða og kvæðaneytandi. En það hefur komið skemmtilega á óvart á öðrum vetvangi :)

Matti - 24/04/08 13:48 #

Ég var afskaplega ungur pjakkur þegar Kiddi frændi á Sigló lét mig læra Að sigra heiminn utan að. Hef lengi haldið dálítið upp á Stein en ekki átt ljóðasafnið.

Þórarinn skrifar ákaflega skemmtilegar barnabækur sem mikið eru lesnar á þessu heimili.

Svo hef ég aldrei lesið Bréf til Láru! Ágætt að gera það núna enda held ég að ég flokkist örugglega undir það að vera vitlaus unglingur :-)

Gunnar J Briem - 24/04/08 15:52 #

"Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir ljóðaunnanda — og það Steinsmann!"

Matti - 25/04/08 14:14 #

Ég er búinn að rífa hár mitt, googla til andskotans og gráta í koddann - en get ekki fyrir mitt litla líf munað hvaðan þessi tilvitnun kemur. Þyrmið mér!

Birgir Baldursson - 25/04/08 14:40 #

Steinn Steinarr er magnaður andskoti sem kann að hræra í tilfinningalífinu. Ég er þó ekki frá því að Hannes Pétursson standi honum fyllilega jafnfætis. Ég gleymi aldrei hinum fallega tómhyggjuhrolli sem ég fékk þegar ég las í fyrsta sinn kvæði hans um Kóperníkus. Ég fæ jafnvel enn snert af honum þegar ég les þetta dásamlega kvæði.

Í kjölfarið keypti ég kvæðasafn mannsins og þar er að finna fjölmargar meistaralega kveðnar perlur.

Tékkið á Hannesi.

Mummi - 25/04/08 20:47 #

Þessi tilvitnun er í Fóstbræður. Gaur böggaði gaur endalaust með spurningum um ljóð, meðan sá síðarnefndi sýndi nákvæmlega engan áhuga. Þá flaug þessi klassíska setning frá þeim fyrrnefnda. Hljómar kannski ekkert fyndið þegar sagt svona en var alveg fantafyndið :)

Matti - 26/04/08 11:14 #

Kærir þakkir Mummi.

Palli kollegi minn var með þetta nokkurn vegin á hreinu.

Ég verð að játa að ég man ekkert eftir þessu atriði.