Örvitinn

Ferðasaga enn í vinnslu og nokkrir punktar

Ég er ekki enn búinn að klára ferðasöguna frá Berlínarferð þarsíðustu helgar. Klára hana í kvöld. Næst á dagskrá er að ljúka við að setja inn ferðasöguna fyrir frakklandsferðina síðasta sumar. Góðir hlutir gerast hægt og allt það.

Mætti sem aukamaður í innibolta í gær. Fór því þrjá daga í röð (fjóra daga af síðustu fimm) í innibolta og finn fyrir því í fótunum.

Grilluðum bleikju í gærkvöldi. Var afar gott. Grillaði kartöflur, aspas, papriku, belgbaunir og brauð með.

Níundi þáttur Lost er nokkuð góður. Þessi sería er enn og aftur að þróast í nýjar áttir. Ég hef samt gaman að þessu.

Jónas getur ekkert notað hér.

Ýmislegt