Örvitinn

Reiðhjólapælingar

Hjólið mitt kemur ekkert alltof vel undan vetri. Hefur staðið úti eftir að ég þurfti að koma bílnum hennar Gyðu inn í bílskúr.

Þetta er Hagkaupshjól, keypt fyrir sjö - átta árum minnir mig. Svosem sæmilegt fjallahjól með dempara að framan. Handföngin (gúmmí) eru að detta af og gírarnir eru leiðinlegir - það er vesen að skipta aftur upp á fremri gírum. Ég hef aldrei keypt bretti á hjólið sem er dálítið leiðinlegt þegar það er blautt úti. Keðjan er ryðguð en annars lítur það þokkalega út. Ég ætla að skella olíu á það í kvöld og pumpa í dekkin.

Ég ætla að hjóla í vinnuna í sumar og spurningin er hvort ég tjasla upp á gamla hjólið eða kaupi mér nýtt almennilegt hjól.

Hvar er hagstætt að láta stilla gíra og lappa upp á hjólið?

Ætti ég frekar að kaupa mér nýtt almennilegt hjól. Hvar og hvernig hjól? Ég hef alveg efni á sæmilegu hjóli og ætti náttúrulega að leyfa mér það ef það verður til þess að ég hjóla meira. Á maður kannski ekki að leyfa sér svona útgjöld nú þegar kreppa er í aðsigi? Fjarlægðin í vinnuna er um 5.5km, 11km fram og til baka. Miðað við verð á dísel og vetrareyðslu kostar eldsneyti um 220kr fyrir þennan spöl en maður keyrir svosem alltaf eitthvað meira. Spurning hvort ég þurfi mikið að skutlast, ætti að geta sloppið við það ef stelpurnar rölta í og úr frístundastarfi og íþróttum í sumar.

Æi, vesen.

Athugasemdir

Jón Magnús - 28/04/08 10:33 #

Væri alveg til í hjóla eitthvað í vinnuna í sumar til að nýta þennan "forða" maður hefur verið duglegur við að byggja upp og koma sér í betra form í leiðinni.

Konan á blátt TREK hjól sem við keyptum í einhverri hjólabúð á Smiðjuvegi, fínasta hjól. Við byrjuðum á því í fyrra að kaupa eitthvað hjól (NB, dýrasta hjólið sem þeir höfðu til sölu) í BYKO og það var bókstaflega ónýtt um leið - algert drasl!

Kristín - 28/04/08 11:03 #

Það er vitanlega mun vistvænna að lappa upp á það gamla. Hér er staðurinn: http://www.fjallahjolaklubburinn.is/

Hins vegar skil ég óskaplega vel löngun í nýtt og betra, það er hvílíkur munur að hjóla á léttu og vel hönnuðu hjóli.

Matti - 28/04/08 11:57 #

Í ljósi þess að spariféð er að brenna upp ætla ég að byrja á því að reyna að lappa upp á gamla hjólið :-)

Takk fyrir ábendingarnar.

Bragi - 28/04/08 11:59 #

Farðu bara með þetta í Markið og láttu þá lappa upp á hjólið. Það mun koma þér á óvart hvað þetta er ódýrt. Við getum bara sagt að MArkið er ekki Brimborg í þessum málum.

Matti - 29/04/08 17:07 #

Ég fór á bensínstöð í gærkvöldi og pumpaði í dekkin, hjólaði svo heim. Í morgun var framdekkið alveg loftlaust.

Ég er að spá í að fá mér nýtt hjól!