Örvitinn

Ríkjandi meistari

Jón Magnús og Kolli keppast við að samgleðjast mér1 þar sem ég er ótvíræður Trackwellmeistari í pílu um þessar mundir. Hef unnir allar viðureignir þessa vikuna.

Það er þessi samkennd og gagnkvæma virðing sem er svo skemmtileg við núverandi vinnustað minn. Báðir hoppuðu þeir upp, hrópuðu og föðmuðu mig2 þegar ég kláraði lokaleikinn með því að setja tvær pílur í röð í þrisvar tuttugu, 120. Jón Magnús var fljótur að gleyma því að skömmu áður hafði hann glaðst í hjarta og talið stigið sitt þegar hann setti í 81 (runan var ...,60, 60, 60, 80, 81, 120).

Þess má geta að við spilum Asna. Markmiðið er alltaf að ná jafn miklu eða meira en sá sem kastaði á undan.

1Tæknilega séð er þetta lygi
2Þetta líka

dagbók
Athugasemdir

Jón Magnús - 29/04/08 17:07 #

Ég og Kolli er nú að leita annara leiða til að vinna þig... er ekki einhver tæpur (á geði) sem spilar með þér fótbolta og vill vinna sér inn smá auka pening?