Örvitinn

Ubuntu server

Þessa dagana er ég að dunda mér við að setja Ubuntu server upp á nýja vefþjóninn sem mun hýsa þessa síðu og nokkrar aðrar innan tíðar. Því miður skorti eitthvað á drivera fyrir móðurborðið í FreeBSD og ég get því ekki notað það stýrikerfi áfram. Það er eitthvað svo viðeigandi að nota FreeBSD á vefþjón Vantrúar :-)

Ubuntu server lítur annars nokkuð vel út. Ég er núna aðallega að kynna mér muninn á Apache 1.3 og 2.0 því stillingar eru ekki eins. Þarf svo bara að búa til notendur, afrita gagnagrunna og gögn, uppfæra MT og eitthvað fleira skemmtilegt. Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að setja upp webmin. Vélin verður bak við eldvegg og bara hægt að tengjast webmin af innra neti.

Vonandi get ég sett nýjan server í loftið á næstu dögum.

tölvuvesen
Athugasemdir

Matti - 30/04/08 00:14 #

Linkurinn þinn virkar ekki. Djókurinn snýst um FreeBSD fígúruna.

Annars er FreeBSD líka bara helvíti fínt stýrikerfi fyrir vefþjóna. En ég held að Ubuntu server sé líka fínt.

Einar - 30/04/08 09:18 #

hef notað ubuntu (með Gnome WindowManager) á ferðavélinni minni í rúmt ár og þar hefur myndast sterkt ástarsamband. Þetta er svo ég best veit þróaðasta Linux distro-ið, það bara virkar, no hassle (miðað við Centos, Redhat, Fedora, Suse og meira að segja Debian sem er fyrirmyndin að Ubuntu).
Daglegar uppfærslur og einfaldlega mjög viðmótsþýtt. Hef svo sem ekki prófað server edition en hef heyrt að það sé sama sagan þar :-)