Örvitinn

Leikur kvöldsins

Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir leik kvöldsins.

Ef Liverpool tækist að vinna þann leik, þá er ég ekkert bjartsýnn fyrir úrslitaleikinn.

Held að málið sé að stressa sig ekkert á þessu!

boltinn
Athugasemdir

Haukur H. Þórsson - 30/04/08 16:21 #

Úff, já ... það segirðu satt.

Ég held satt best að segja að af tveim slæmum kostum sé betra að tapa fyrir Chelsea í kvöld en að tapa fyrir Man Utd. í úrslitunum.

Auðvitað væri best að vinna einfaldlega titilinn, en það verður að segjast eins og er að það verður erfitt.

LFC er óútreiknanlegt í CL, þannig að maður veit aldrei! :)

Sigurjón - 30/04/08 19:42 #

Ég held að allir séu hræddir við alla í þeirri stöðu sem er uppi núna. Chelsea við Liverpool og Man Utd, Man Utd við Chelsea og Liverpool, Liverpool við Man Utd og Chelsea.

Sama hver úrslitaleikurinn verður, þá verður hann ansi spennandi.

Matti - 30/04/08 21:12 #

Fjandakornið, sjálfsmarkið reyndist dýrt.

Ég get þó a.m.k. sleppt því að horfa á þennan úrslitaleik. Því miður geta bæði lið ekki tapað honum :-)

Arnold - 01/05/08 07:34 #

Ég vonaðist til að sjá Barcelona og Liverpool í úrstlitum. Ég held með Chelsea úr því sem komið er. Ég nenni ekki að horfa á Man Utd bullur keyrandi um bæinn í einhverjum gleðilátum. Það eru tveir pöbbar í næsta húsi við blokkina sem ég bý í og einn pizzastaður sem sýnir líka beinar útsendingar. Þegar stórleikir eru að þá sér maður fullt af körlum streyma að í Man Utd búningunum sínum, soldið broslegt. Stundum heyri ég lætin heim í stofu þegar er skorað. Ef Man Utd vinnur úrslitaleikinn þá verður óþolandi í hverfinu allt kvöldið.