Örvitinn

Listamenn stela glæpnum

Fyrir stuttu varpaði listamaður myndum á vegg Hallgrímskirkju. Ýmsum datt í hug að Vantrú stæði á bak við það.

Í morgun vakti annar listamaður nágranna sína þegar hann spilaði bænakall múslima úr hátalara af svölum sínum. Einhverjum varð hugsað til vantrúar.

Ég er dálítið svekktur yfir því að listamennirnir hafi stolið glæpnum, mér finnst þetta fínar hugmyndir. Hefði alveg verið til í að standa fyrir þessu.

Gyða bloggar, setti inn myndir og vídeó. Ég sagði frá því í fyrradag að ég hefði tekið hjálpardekkin af hjólinu hennar Ingu Maríu. Hún er farin að hjóla um og Gyða er með smá myndband því til sönnunar.

dagbók
Athugasemdir

Már - 04/05/08 10:13 #

Þetta var enginn listamaður að spila af svölunum sínum. Þetta er listanemi sem var nýverið rekinn úr listaháskóla í Toronto fyrir stórkostlegan dómgreindarskort (og mjög lélega útfærslu á annars ágætri hugmynd).

Hann setti upp tvo risastóra mónitora á svalirnar á Listaháskólanum í Skipholti, stillti Volume-ið á rúmlega 11 og setti í gang timer. Svo fór Þórarinn heim til sín, svaf vært í sínu mjúka rúmi á meðan rúðurnar glömruðu í öllum gluggum í hverfinu og fólk þurfti að hugga skelfingu lostin börn.

Nær hefði verið að merkja þetta stykki "ceci n'est pas une bombe".

Fyrsta sprengjan fór í gang kl. 18:40. Næsta kl. 21:50 (rétt mátulega þegar börnin mín voru nýsofnuð) og sú síðasta kl. 04:55.

Megi hann fá aðra falleinkunn fyrir þennan gjörning.

P.S. það sem pirrar mig mest er það sem ég upplifi sem "óheiðarleika" við framsetningu verksins hjá Þórarni. Blaða-/bloggumræðan snýst öll um það hvort bænakall múslima sé svona eða hinsegin, notalegt eða ekki, á meðan í raunveruleikanum framkallaði Þórarinn megnið af viðbrögðunum með því að stilla Volume allt, allt, allt of hátt!

Punkturinn er: Hann hefði fengið nákvæmlega sömu neikvæðu viðbrögðin þótt hann hefði spilað íslenskan fuglasöng og lækjarnið á þessu dómadags volume-i.

Matti - 04/05/08 21:25 #

Já, hugmyndin er semsagt að mínu mati fín - en ég tek undir með þér að útfærslan var ömurleg.