Örvitinn

Vantrúardagur

Hingað mættu nokkrir vantrúarseggir í hádeginu og borðuðu brunch. Ég hóf eldamennsku klukkan tíu en hefði þurft að byrja fyrr, sérstaklega þar sem ég þurfti að skjótast út í bakarí og búð. Eldaði eggjaköku og pizzur. Hér var spjallað um allt milli himins og jarðar, jafnvel ástandið í Árborg.

Síðustu gestir fóru um klukkan hálf fjögur. Þá brunaði ég á Players og glápti á það sem eftir var af Liverpool leik dagsins.

Merkilegt nokk, þá er ég lúinn.

dagbók
Athugasemdir

Kristín Kristjánsdóttir - 04/05/08 21:17 #

Aha... Er þetta skot á þaulsætni gestanna?

Þið verðið bara að vera minna skemmtileg næst. Takk fyrir góðan mat aftur. Og skemmtilegheit :)

Stína

Matti - 04/05/08 21:22 #

Hehe, þetta mætti skilja þannig :-)

Annars fór ég í tölvuna eftir að þið voruð farin og sá að leikurinn var enn í gangi, ég var ekki viss hvort hann hefði byrjað klukkan tvö eða þrjú.

En þessi leikur skipti engu máli og ég hefði glaður misst af honum fyrir vantrúarhitting ;-)