Örvitinn

Megrunarlausi dagurinn

Ég ætla að skella mér í ræktina áður en ég fer og hitti vini mína í hádeginu.

Mér finnst um að gera að benda á að fólk er og á að vera misjafnlega vaxið. Útlitsdýrkun getur farið út í vitleysu.

Það breytir því ekki að offita er heilsufarslegt vandamál, offita er slæm fyrir heilsuna og of feitt fólk á að gera sér grein fyrir því, annað er sjálfsblekking. Offita skerðir lífsgæði, styttir líf og veldur kostnaði í heilbrigðiskerfinu.

Ég má segja þetta vegna þess að ég er alltof feitur.

heilsa
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 06/05/08 21:19 #

Ég er einmitt of feitur sjálfur. Mér væri alveg saman, nema einmitt vegna þess að það skaðlegt fyrir heilsuna, DREGUR ÚR LÍFSLÍKUM og hefur m.a. þær afleiðingar að maður er þreyttarI og úthaldsminni o.þ.h. Þegar ég var trúaður, var mér alveg sama um heilsuna. Eftir dauðann beið mín hvort sem er sæluvist í paradís. Núna vill ég auðvitað lifa sem lengst, því að lífið á jörðinni, hér og nú, er það eina sem maður á. Ég byrjaði flótlega að borða hollari mat, og hreyfa mig, eftir að ég hætti að trúa.

Matti - 06/05/08 23:43 #

Ég fór fyrst að spá alvarlega í þessu málum eftir að ég varð faðir. Ég vil verða langafi!