Örvitinn

Nítjánda í hádeginu

Kíkti ásamt Regin, Davíð og Einari Má á hádegisverðarhlaðborð á veitingastaðnum Nítjánda í hádeginu.

Maturinn var góður, staðurinn flottur og útsýnið skemmtilegt. Við sátum reyndar ekki við glugga, ég verð að prófa það næst. Hlaðborðið kostaði 2.300.- með súpu, köldum réttum, heitum réttum, salati, sushi og desert. Alveg þess virði borið saman við ýmsan skyndibitann.

Ég kíki örugglega aftur innan tíðar, spurning um að prófa brunch einhverja helgina.

Lyftan í Turninum er magnað fyrirbæri, ég ætlaði varla að trúa því hvað hún fór hratt.

veitingahús
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 06/05/08 15:08 #

Já, gott að þú varst ánægður með "mötuneytið" hjá mér :-) Hefðir samt mátt fá betra veður svona til að njóta útsýnisins.

Matti - 06/05/08 17:03 #

Ég frétti einmitt í hádeginu að þetta væri mötuneytið ykkar. Frétti í leiðinni að María, konan hans Einars, væri farin að vinna í Turninum.

Ég væri alveg til í að hafa þetta mötuneyti, ekki væri verra að hafa World Class í húsinu.

Tryggvi R. Jónsson - 06/05/08 18:52 #

Já þetta er ágætis blanda, verst að maður notar 19. hæðina meira en þá 15. :-)