Örvitinn

Þórbergur um séra Örn Bárð

Það er eitthvað öfugsnúið við að liggja spikaður í nuddpotti í landi Stórafjalls og lesa Bréf til Láru.

Þórbergur orti:

Seltjarnanesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind eins og klerkur í stól.

Þetta á ekki við alla íbúa á Nesinu lengur, þar býr margt úrvalsfólk. Samt er varla hægt að yrkja betur um séra Örn Bárð sem prédikar svo:

Getur verið að það sem hér hefur verið sett fram með tilvísunum í gyðing/kristna hugsun um samhengi hlutanna sé sannleikur, getur verið að þetta sé svo samofið, trú og efnahagur, trú og menning, trú og allt mannlegt líf, að vanræksla hinna trúarlegu gilda leiði okkur í algjörar ógöngur, ef ekki beina leið í faðm hins vonda, til ísaldar hans, þar sem hjörtun, sem eitt sinn voru heit og fundu til, eru drepin botnfrosinn í dróma og klakabönd? #

kristni menning
Athugasemdir

Óli Gneisti - 11/05/08 15:19 #

Segðu mér síðan í hvaða kafla er minnst á Ingersoll.

Matti - 11/05/08 15:29 #

Það er í enda 17. kafla.

Ingersoll segir: "Kristindómurinn hefir ekki komið með neina nýja hugsun í heiminn aðra en þá, að hann sé hin einu sáluhjálplegu trúarbrögð." Í kínverskum og indverskum helgiritum hefi ég fundið allar kenningar kristindómsins nema þá, að þau boði hin einu sáluhjálplegu trúarbrögð. Svo hrokafullur getur að eins kristinn maður verið.

Kalli - 11/05/08 18:08 #

Vitiði í hvaða verk Ingersolls Þórbergur vitnar í? Mér finnst þetta helvíti gott og langar til að nota þetta kannski.

Matti - 11/05/08 20:13 #

Nei, ég hef ekki hugmynd.

Vésteinn Valgarðsson - 14/05/08 05:23 #

Já en Neskirkja er í Reykjavík, ekki á Seltjarnarnesi. Ekki það, að ég veit svo sem ekki í hvaða bæjarfélagi Örn Bárður býr.

Matti - 14/05/08 10:02 #

Þú segir nokkuð :-)

Örn Bárður Jónsson - 07/06/08 11:27 #

Ekki virðist nú mikilli þekkingu fyrir að fara hjá eiganda þessarar síðu ef marka má trú hans á búsetu minni eða staðsetningu kirkju minnar.

Með bestu kveðju og von um að þú verðir betur áttaður í framtíðinni,

Örn B.

Óli Gneisti - 07/06/08 12:38 #

En innræti þitt er honum sem opin bók.

Örn Bárður Jónsson - 07/06/08 16:55 #

Mikið ertu viðkvæmur! Það má greinilega ekki blaka við þekkingarskorti þínum með smáskoti, án þess þú farir út í skítkast. Lestu nú aftur það sem ég sagði og sjáðu að ég tala án þess að fullyrða og fer mjög fínt í sakirnar og auðvitað til að gera örlítið grín að fljótfærni þinni.

Ég hélt annars að þú vissir hvar Neskirkja er því þú sóttir hér tíma s.l. vetur eða veturinn þar á undan að mig minnir. Ég reyndi þá ítrekað að ná augnkontakt við þig og heilsa þér en þú hljópst alltaf undan eins og í flæmingi.

Býð þér í kaffi næst þegar þú sækir Neskirkju heim.

Örn B

Matti - 07/06/08 16:59 #

Við hvern ertu að tala, mig eða Óla Gneista? Í athugasemd hér fyrir ofan brosti ég útaf þekkingarskorti mínum.

Ég held því enn fram, óháð staðsetningu þinni eða sóknarinnar, að Steinn hafi ort um þig og vísa í orð þín því til sönnunar. Skammastu þín ekkert fyrir textann sem ég vitna í Örn Bárður?

Gaman að sjá að sérann stundar hégómaleit.

Óli Gneisti - 07/06/08 17:24 #

Ég man einu sinni eftir að hafa séð þig en ég hafði lítinn áhuga á að skamma þig þó þú eigir það skilið. Það var annars voðalegt að sækja tíma þarna af því að starfsfólk kirkjunnar vanvirti nemendurnar ítrekað með því að trufla tímana.

Óli Gneisti - 07/06/08 17:29 #

Kannski að það sé að ítreka hvað veldur helst andúð minn á þér. Það er að þú hefur svo oft ráðist á minningu trúleysingja sem þú hefur jarðað með því að kenna þá við kristni eða trú. Það þykir mér svívirðilegt.

Örn B - 07/06/08 17:34 #

Nú átt þú síðuna, Matthías! Ég hét að ég væri að tala við Óla Gneista.

Steinn eða Þórbergur? Betra að þú vitir í hvern þú ert að vitna.

Þórbergur var skondinn karl og skrítinn og vísan hans bara gamansöm og skemmtileg. Ég held nú samt að hann hafi ekki verið haldinn fordómum í garð presta, í það minnsta ekki alvarlegum fordómum, enda þótt hann hafi ort þessa vísu. Vísan er hins vegar níð um Seltirninga.

Ég skammast mín ekkert fyrir minn texta sem þú vitnar í. Hann stendur klár og hreinn og afhjúpar illsku og hatur sem víða finnst í heiminum. Taktu eftir að um er að ræða spurnarsetningu og hún er sett fram í ákveðnu samhengi sem þú sleppir í tilvitnun þinni. Þú veist vonandi að það er auðvelt að afbaka sannleikann með tilvitnunum sem teknar eru úr samhengi.

Það hefur löngum verið í tísku að vera með skæting í garð presta. Laxness var til að mynda oft með slíka stæla í garð lútherskra manna og presta. Slíkt er og verður aldrei stórmannlegt heldur miklu fremur hið gagnstæða. Og meint stórmenni verða svo agnarsmá þegar þau afhjúpa fordóma sína.

Örn B

Matti - 07/06/08 17:51 #

Nú átt þú síðuna, Matthías! Ég hét að ég væri að tala við Óla Gneista.

Hélstu að þú værir á bloggsíðu Óla? Þá gengur þetta hugsanlega upp en í því ljósi er skondið að þú sért að "skjóta" á mig.

Mikið ertu viðkvæmur! Það má greinilega ekki blaka við þekkingarskorti þínum með smáskoti, án þess þú farir út í skítkast.

Steinn eða Þórbergur? Betra að þú vitir í hvern þú ert að vitna.

Ég veit alveg hvað Laxnes sagði.

Matti - 07/06/08 18:06 #

Þú veist vonandi að það er auðvelt að afbaka sannleikann með tilvitnunum sem teknar eru úr samhengi.

Ég tók ekkert úr samhengi enda vísa ég á upprunalega textann í færslunni (# merkið).

En ég átti ekki von á því að þú myndir skammast þín. Þið gerið það aldrei.

Og meint stórmenni verða svo agnarsmá þegar þau afhjúpa fordóma sína.

Gildir það um þig og fordóma þína í garð trúleysingja og trúleysis?

Örn Bárður Jónsson - 07/06/08 18:19 #

Fordómar eru öllum til minnkunar, mér og þér og öllum.

Ég skil vel heiðarlega trúlausa menn, en ég skal viðurkenna að ég á erfitt meða að umbera skoðanir (NB - skoðanir) ofsatrúaðra trúleysingja. Það skal ég viðurkenna. En mér ber að elska þá líka, segir Kristur og það reyni ég.

Örn B

Matti - 07/06/08 20:24 #

Hvað í ósköpunum eru "ofsatrúaðir trúleysingjar" og hvað greinir þá frá "heiðarlegum trúleysingjum"?

Örn Báður Jónsson - 07/06/08 21:33 #

Já, þar liggur nú verkurinn og hann er þinn!

öb

Matti - 07/06/08 21:46 #

Ah, þú ferð semsagt með dylgjur en getur ekki stutt mál þitt rökum. En óvænt. Minnir helst á margar prédikanir þínar.

Að sjálfsögðu áttu erfitt með að umbera skoðanir trúleysingja sem gagnrýna trúarbrögð og ofríki ríkiskirkjunnar. "Heiðarlegir trúleysingjar" eru væntanlega þeir trúleysingjar sem ekki tjá sig um trúarbrögð (sinnuleysingjar) eða eru jafnvel eindregnir stuðningsmenn ríkiskirkjunnar.

Mér segir svo hugur að "ofsatrúaðir trúleysingjar" séu í þínum hugarheimi þeir sem taka því illa þegar þú segir ósatt. Kannski ertu að tala um sjálfan þig þegar talar um heiðarlega trúleysingja, sumir vilja meina að þú sért trúleysingi.

Eitt veit ég þó, því ólíkt þér segi ég það sem ég meina. Það hlýtur að teljast ansi mikið ofstæki að halda samkomur með kraftaverkalæknum (kraftaverkakyski) og standa fyrir alfa námskeiðum (hvernig gengur annars að kenna fólki að tala tungum?).

Tölum ekki um ofstækið sem felst í því að halda því fram að "vanræksla hinna trúarlegu gilda leiði okkur í algjörar ógöngur, ef ekki beina leið í faðm hins vonda, til ísaldar hans, þar sem hjörtun, sem eitt sinn voru heit og fundu til, eru drepin botnfrosinn í dróma og klakabönd".

Birgir Baldursson - 07/06/08 21:53 #

Er trúleysingi sem ræðir trúmál og gagnrýnir trúarbrögð ofsatrúaður? Hvað þá með trúmann sem beinlínis hefur gert að ævistarfi sínu að boða trú sína, ekki bara fyrir altari, heldur reglulega í hverfisblöðum og öðrum fjölmiðlum? Og gagnrýnir einnig reglulega trúleysingja hörðum orðum? Er hann ekkert ofsatrúaður?

Birgir Baldursson - 07/06/08 21:55 #

Slíkur maður getur a.m.k. varla flokkast undir "heiðarlegan trúmann" er það nokkuð?