Örvitinn

Sigurður Kári, kristilegt siðgæði og arfleifð

Mér brá dálítið þegar ég las bloggfærslu Sigurðar Kára í gær. Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en að kristilegt siðgæði yrði áfram inni í lögum um skólastigin í landinu.

Friðrik Þór Guðmundsson hefur kannað málið og svo virðist sem að kristilega siðgæðið sé ekki inni en til að koma til móts við óánægða krysslinga verði sett inn vísun í kristilega arfleifð. Það verði m.ö.o. tekið fram í lögum að kristni fái aukið vægi í trúarbragðafræðslu vegna kristilegrar arfleifðar eða eitthvað álíka. Ég hefði haldið að það ætti heima í námsskrá um kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði. Kemur fram í lögunum að leggja eigi áherslu á algebru eða íslendingasögur?

Það sem ég óttast helst er að öfgafullir ríkiskirkjumenn geti nýtt sér vísun í kristilega arfleifð til að réttlæta ágang sinn í leik- og grunnskóla í formi vinaleiðar og leikskólatrúboðs

kristni pólitík
Athugasemdir

Jon Steinar - 17/05/08 00:20 #

Mér verður alltaf spurn, þegar ég sé svona innihaldslausa frasa eins og "kristilegt siðgæði" og Kristin arfleifð", havað liggi að baki? Er ekki rétt að við krefjumst opinberrar skilgreiningar á þessu, svona til aðgreiningar frá öðru siðgæði og annarri arfleifð?

Þarf hið opinbera ekki að skilgreina hugtök, sem notuð eru til grunns í kennslu og innrætingu, svona allavega kennarar viti hvar ramminn er?

Djöfull hvað maður er orðin þreyttur á þessu innantóma ropi í hauslausum hænsnum.

Matti - 17/05/08 00:27 #

Nákvæmlega. Auðvitað þessi vísun í kristna arfleifð algjörlega merkingarlaus. Vandamálið er að ríkiskirkjuliðið mun nota þessa klausu, ef hún verður í lögunum, til að halda áfram sókn sinni í skólana.