Örvitinn

Komin heim úr bústað

Við vorum að koma heim úr bústað. Ferðin úr Borgarfirði gekk vel þó umferðin hafi verið nokkuð þétt þegar við nálguðumst borgina. Ég er orðinn svo rólegur bílstjóri að það truflaði mig ekkert. Mér finnst alltaf jafn skondið þegar sami bíllinn tekur oft fram úr mér á þessari leið.

Þetta var ósköp temmileg bústaðaferð, við lásum, átum, lékum okkur, fórum í pottinn og röltum dálítið. Stelpurnar gerðu krossgátur, ég eldaði að sjálfsögðu eggjaköku. Það rigndi stundum, stundum ekki.

Það þarf að ditta að bústaðnum og umhverfi hans. Við gerðum ekkert í þessari ferð en stefnum á viðhald næst. Þurfum að versla timbur og málningu.

Það eru egg í hreiðrinu undir pallinum og svo rákumst við á skemmtilega hagamús í gærkvöldi og aftur í dag. Fylgdumst með henni læra að klifra upp á grillið.

Hér eru nokkrar myndir.

dagbók