Örvitinn

Útfarir og endurtekningar

Umræðan um fyrstu útförina á vegum Siðmenntar virðist vera að fara í sama farveg og umræðan um fyrstu giftinguna á vegum sama félags. Sumir krysslingar eru óskaplega miklir asnar.

Mér þykir þetta ákaflega jákvætt. Veraldlegar útfarir hafa verið haldnar hér á landi í nokkurn tíma en það er afskaplega gott að samtök eins og Siðmennt séu þess megnug að aðstoða fólk við framkvæmd útfarar. Það segir sig sjálft að oft er fólk ekki tilbúið að standa í "veseni" á slíkum stundum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/05/08 18:49 #

Mér fannst þessi athugasemd frá Theódóri Norðkvist vera ansi merkileg:

Ég gagnrýni hinsvegar kirkjuyfirvöld að leigja þeim guðshús (ég reikna með að þeir hafi þurft að borga) undir athafnir sem ganga út á að afneita og hæðast að Guði. [feitletrun mín - HRÓ] #

Kalli - 13/05/08 23:13 #

Tardabloggið verður nú seint kallað brain trust þjóðarinnar... hvað segir fólk á heilbrigðari vefsvæðum?