Örvitinn

Heimferðin

Þegar ég var að fara út á Laugavegi 178 rétt rúmlega sex mætti ég manni á þrítugsaldri sem bauð mér úr til sölu á "hagstæðu verði". Ég afþakkaði en sá eftir að hafa ekki skoðað úrið betur, ég tel engar líkur á öðru en að hann hafi verið að selja þýfi.

Heimferðin gekk vel og nýja hjólið er helvíti fínt. Það er meiri loftþrýstingur í þessum mjóu dekkjum og maður finnur meira fyrir undirlaginu. Ég var 20-30 mínútur á leiðinni og kom heim um hálf sjö, gleymdi að tékka á klukkunni þegar ég lagði af stað. Var orðinn nokkuð sveittur í Bakkaselinu og skellti mér strax í sturtu.

dagbók