Örvitinn

"Obama sofaður"

Mér fannst dálítið skondið að sjá þessa fyrirsögn fyrstu fréttar á mbl í dag. Fyrirsögnin var lagfærð nokkrum mínútum síðar.

obama_sofadur.jpg

Ég nenni ekki að tuða mikið útaf innihaldi fréttarinnar. T.d. mætti halda að Clinton hafi unnið alla kjörmenn fylkisins, sem er tóm tjara.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Freyr - 15/05/08 11:37 #

Fyrir einhverjum árum byrjuðu áhugamenn um stafsetningavillur á mbl.is að taka þetta saman hér: http://static.hugi.is/pictures/funny/mbl.is/

Eitthvað hefur þó dregið úr áhuganum (kannski var þetta of stórt verkefni?)

Kristinn Snær Agnarsson - 15/05/08 20:30 #

Mbl.is er búið að vera svakalega pro-Hillary alveg frá byrjun í fréttaflutningi af forsetakosningunum í USA. Á meðan fjölmiðlar erlendis keppast við að lýsa Obama sigurvegarann (kannski sumir of fljótt) þá virðast fréttir Mbl ganga út frá því að Hillary sé örugg með þetta.

Matti - 16/05/08 08:46 #

Já, ég hef tekið eftir því líka. Spurning frá hvaða fjölmiðlum Morgunblaðið fær fréttir sínar frá Bandaríkjunum.

Þessi villuupptalning er skemmtileg. Það samt ekki skrítið að það læðist inn villur á mbl, fjöldi frétta er það mikill. Þetta verður samt pínlegt stundum.