Örvitinn

"Nú skalt þú hlusta Matthías"

Ég get svo svarið það, mér fannst á tímabili eins og amma mín heitin væri að hundskamma mig fyrir að hafa brotið rúður eða hnuplað í búðum.

Það gerðist náttúrulega aldrei.

dagbók
Athugasemdir

- grettir - 20/05/08 11:23 #

Meira hvað fólk einblínir á fjöldann sem þú talar fyrir. Hvar ætli mörkin liggi? Verður hópurinn að vera stærri en 100? 1000? Hvað með einstaklinginn? Má hann ekki tala fyrir sig af því að skoðanir hans endurspegla ekki endilega skoðanir fjöldans? Var ekki jesú bara einn í byrjun samkvæmt skruddunni sem um ræðir?

Matti - 20/05/08 12:12 #

Jamm, minnihlutinn á að halda kjaftið :-)

SG - 20/05/08 15:59 #

Meira að segja Hitler og flokkur hans áttu sér milljónir fylgismanna. Ekki urðu þeir betri fyrir vikið.

Matti - 20/05/08 16:03 #

Mér finnst skemmtilegra að vísa til þess að Jesús hafði bara tólf lærisveina :-) Verst ég fattaði það ekki í beinni.