Örvitinn

Lygaþvæla á trú.is

Elín Elísabet Jóhannsdóttir fræðslufulltrúi ríkiskirkjunnar skrifar pistil á trú.is. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera athugasemdir við efni pistilsins enda er fræðslustjórinn að blekkja fólk. Ég geri því athugasemd mína hér.

Samkvæmt könnunum eru u.þ.b. 95% þjóðarinnar kristinnar trúar. Samt er eins og ákveðinnar feimni – eða ef til vill misskilinnar tillitssemi gæti þegar kemur að því að kenna kristinfræði í skólum, eða þegar rætt er um samstarf kirkju og skóla. Nauðsynlegt er að velta því fyrir sér hvort kristni eigi að fá meira vægi í trúarbragðakennslu hér en önnur trúarbrögð í ljósi menningarsögu. #

Það er lygi að kannanir sýni að 95% þjóðarinnar séu kristinnar trúar. A.m.k. er þetta ekki niðurstaða könnunar sem gallup gerði fyrir ríkiskirkjuna og ég hef aldrei séð slíkar niðurstöður. Kannski er Elín Elísabet að tala um könnun meðal starfsfólks kirkjustofu eða nemenda í guðfræði?

Það er rangfærsla að tala um að umræðan snúist um kennslu í kristinfræði. Það er rétt að hún snýst um "samstarf kirkju og skóla". Meira að segja Vantrú finnst að kristni eigi að fá meira vægi í trúarbragðakennslu en önnur trúarbrögð í ljósi menningarsögu.

Fræðslufulltrúi ríkiskirkjunnar veit betur. Þess vegna fullyrði ég að hún er að ljúga. Þetta er taktík ríkiskirkjunnar sem við höfum séð ítrekað undanfarin misseri. Ljúga nógu mikið, andstæðingar hennar þurfa þá að hafa sig alla við að leiðrétta þvæluna.

Þetta lið kann ekki að skammast sín. Það er löngu búið að gleyma áttunda boðorðinu.

kristni
Athugasemdir

Mummi - 21/05/08 08:42 #

Ég held að það sé orðið þjóðarsport að segja "kannanir sýna xxx" án þess að vísa í kannanirnar. Amk virtist karlinn sem hringdi í þig á Bylgjuna á mánudaginn ekki hika við að ætla þér það.

Burtséð frá því, þá sýna kannanir að rétt um 91% starfsfólks ríkiskirkjunnar kunni ekki að skammast sín og rúmlega 95% leiðréttir aldrei rangfærslur þótt á þær sé bent. Þannig segir tölfræðin okkur að Elín eigi líklegast hvorki eftir að skammast sín fyrir að ljúga né leiðrétta sig þegar hún er gripin með brækurnar á hælunum.

Arnold - 21/05/08 09:36 #

Þetta eru sannarlega lygar. Kirkjan veit það manna best og þessi kona vinnur á biskupsstofu. Hún er því að tala gegn betri vitund.Þetta sama fólk segir svo í annan tíma að kristið siðferði sé börnum landsins lífsnauðsinlegt og að þjóðkikjunni sé best treystandi til að koma því til skila. Ég held að ég hafi hvergi orðið vitni af meiri hræsni en einmitt innan þessarar stofnunnar. Það að ljúga virðist ekki vera synd ef logið er í nafni Jesú.

Kalli - 21/05/08 10:10 #

Ríkiskirkjan er sjálf bestu rökin fyrir því að hafa kristið siðferði ekki til fyrirmyndar.

Matti bendir á áttunda boðorðið og það er svo fyndið að kirkjan hampar sínu kristilega siðferði sem virðist í dag vera hægt að útskýra í einni setningu: "tilgangurinn helgar meðalið."

Tilgangurinn er auðvitað að hanga á ríkisspenanum á launum sem fjármagna Land Cruiser jeppa að eilífu, amen.

Jón Yngvi - 21/05/08 15:06 #

Búið að breyta, nú er talað um að um það bil 90 % þjóðarinnar tilheyri kristnum trúfélögum.

Mummi - 21/05/08 15:45 #

Þetta er aumt. Hún hlýtur að hafa vitað réttar tölur(*) áður en hún skrifaði greinina. Þegar hún er svo gripin glóðvolg við að spinna lygavefnum breytir hún greininni án þess að sýna það á nokkurn hátt. Enginn skaði skeður.

(*) Annað hvort vissi hún réttar tölur og laug þessum eða hún vissi ekki réttar tölur og laug því að kannanir sýndu að 95% þjóðarinnar væru kristin. Eða að hún þjáist af heiftarlegu misminni - en fjandinn, hefði þetta nú ekki átt að kveikja einhverjum perum? Er ég að gleyma einhverjum möguleika? Nýbyrjuð í starfi og trúði æðstastrumpinum sínum þegar hann röflaði um að 95% þjóðarinnar.. eitthvað um kristni.. og svo nennti hún ekki að hugsa meira og minnti bara að Kalli hefði sagt þetta og setti það því inn í greinina? Hvað veit maður?

Siggi Örn - 21/05/08 17:07 #

Úpps, eftir breytinguna er talað um trúfélagaaðild en eins og allir (ættu að) vita þá gefur hún afskaplega ranga mynd af trúarskoðunum fólks og kemur málinu því í raun ekki við.

Matti - 22/05/08 09:40 #

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé kirkjuliðið falsa skrif sín eftirá. Af hverju notar þetta lið ekki <del> tagið eða setur athugasemd við greinina.

Eins og þið hafið bent á er ekki bara búið að breyta tölunni heldur er verið að vísa í allt annað. Þessi tala, fjöldi meðlima kristinna trúfélaga, hefur nákvæmlega ekkert gildi í umræðunni. Við vitum að sú tala er röng, við vitum að núverandi kerfið er beinlínis hannað til þess að óeðlilega margir séu skráðir í ríkiskirkjuna.