Örvitinn

1, 2 og Reykjavík

Rétt í þessu sendi ég ábendingu til Reykjavíkurborgar í gegnum vefsíðuna 1, 2 og Reykjavík. Í mörg ár hef ég reynt að fá nágranna til að sleppa því að aka niður göngustíg við hliðina á húsinu mínu en það hefur ekkert gengið. Þetta er stórhættulegt þar sem hér eru börn að leik og geta gengið út á þennan göngustíg án nokkurs fyrirvara - ökumenn eiga engan möguleika á að sjá þau.

Vonandi kemur eitthvað út úr þessu, framkvæmdin sem ég bið um er einföld og fljótleg. Mér líst nokkuð vel á það ef stjórnkerfi borgarinnar virkar á þennan máta. Þeir sem eiga hugmyndina að 1,2 og Reykjavík eiga hrós skilið.

pólitík
Athugasemdir

Elías - 24/05/08 14:15 #

Ég gat ekki komist lengra en að sjá þetta kort. Sama hvað ég smellti, hverfið var ekki valið nema ég héldi músinni yfir.

Er þetta kannski einn af þessum Internet Explorer-only vefjum sem ég hef heyrt um, eða kannski Windows-only?

Matti - 24/05/08 15:34 #

Ég nota aldrei IE, einungis Firefox. Getur verið eitthvað á síðunni sem krefst Windows?