Örvitinn

Svavar Alfreð lokar á mig

Jæja, þá hefur séra Svavar Alfreð ákveðið að loka á mig eins og trúbróðir hans Jón Valur Jensson og kollegi séra Örn Bárður. Allir vilja þeir væntanlega trúa því að ég sé bölvaður durgur en enginn þeirra getur stutt það með vísun í athugasemdir mínar. Reyndar hleypti Örn Bárður mér í fang sitt síðar en ég missti áhugann á að skiptast á skoðunum við hann! Ég hef nær aldrei skipts á skoðunum við séra Svavar, hann hefur a.m.k. sjaldan svarað spurningum mínum.

Ég gerði athugasemd við pistil um daginn eins og svo oft áður. Þessi athugasemd var ekki merkileg en því miður vistaði ég ekki eintak af henni. Ég fullyrði að athugasemdin innihélt ekki persónuárásir eða svívirðingar. Svavar hleypti henni aldrei í loftið og þegar ég gerði í tvígang athugasemd við næstu færslu fengu þær athugasemdir sömu meðferð.

Ég sendi prestinum tölvupóst, spurði hvað væri í gangi og bað hann að senda mér fyrstu athugasemdina þar sem ég hefi ekki tekið afrit af henni. Hann svaraði ekki þeim tölvupósti.

Í millitíðinni hefur hann skrifað bloggfærslur og hleypt athugsemdum í gegn.

Þetta er hið svokallað kristilega siðgæði í verki. Þetta er fólkið sem þykist geta kennt börnunum okkar góða siði. Hræsnin maður, hræsnin.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rún - 24/05/08 22:42 #

Já, það er afar lítið vit í því að reyna að ræða við Svavar, til að byrja með svarar hann ekki athugasemdum, og síðan eru þessar færslur hans eins og eitthvað rugl úr sjálfshjálparbókum.