Örvitinn

Tónlistarsmekkur Evrópubúa

Váá, það er virkilega til fólk í veröldinni sem finnst Rússneska lagið gott. Hvað er eiginlega að fólki? Af öllum vondu lögunum í kvöld fannst mér þetta einna verst. Uh, en að sjálfsögðu horfði ég ekki á keppnina - ekki viljandi.

Talandi um tónlistarsmekk. Þegar við gengum inn í Smáralind um hálf þrjú í dag, á leiðinni í Intersport að kaupa fótboltaskó á stelpurnar, hljómaði Cowboys from hell á fullu blasti í Vetrargarðinum. Þar var víst einhver kraftakeppni í gangi. En mikið þótti mér hressandi að heyra Pantera í verslunarmiðstöð.

tónlist
Athugasemdir

Einar - 24/05/08 22:59 #

Já, ef þetta tekur mann ekki aftur í tímann á gamlar slóðir,
segjum Furulund kannski :-)

Einar - 24/05/08 23:49 #

Þessi plata er algjört meistarastykki COC - Seven Days .
Heyri áhrif frá þessu bandi víða í dag

Matti - 25/05/08 00:24 #

Ég keypti einu sinni disk með COC, man ekki einu sinni hvað hann heitir, á hann uppi í stofu. Fílaði hann aldrei. Hefði kannski átt að hlusta á meira með því bandi.

Kristinn Snær - 25/05/08 10:06 #

Deliverance með COC er algjör snilld.

Kalli - 25/05/08 12:48 #

Ef ég fengi að ráða, eins og Pondus, yrðu músíkþemadagar í bönkum, verslunum og álíka.

Og það verður sko ekki nein helvítis lyftutónlist.