Örvitinn

Fundað með þingmanni

Í kvöld átti ég stuttan fund með áttunda þingmanni suðurkjördæmis um trúmál og trúleysi í kjölfar umræðu um frumvarp til grunnskólalaga í síðustu viku. Við fórum ágætlega yfir ýmislegt sem rætt hefur verið undanfarið, vorum sammála um margt en ósammála um annað.

Sættumst á það í lokin að frá og með mánudegi í næstu viku verða trúarbrögð alfarið bönnuð hér á landi.*

Mér finnst það ágæt lending í málinu.

Eftir fundinn skellti ég mér aftur í vinnuna, var nefnilega kominn í stuð á einkaskrifstofunni minni þegar ég þurfti að rjúka á fund þingmanns. Plata kvöldsins er Kill em all með Metallica. Þrátt fyrir að mig skorti kristiðlegt siðgæði (og þar af leiðandi siðgæði yfir höfuð skv. Guðna) er hún er ekki tileinkuð biskup.

* Ok, tæknilega séð er þetta lygi, hitt er alveg satt. Ég veit ekki hvort svona fundur hefur nokkuð að segja en ég reyndi þó að koma okkar málstað á framfæri.

kristni pólitík
Athugasemdir