Örvitinn

Stjórnmál og heiðarleiki

Mikið óskaplega er ég svekktur að sjá alþingismann endurtaka í dag rangfærslur sem ég leiðrétti í löngu spjalli á mánudag. Þar endaði ég spjallið á að biðja hann um að leiðrétta þessar rangfærslur næst þegar hann yrði var við þær. Í staðin endurtekur hann þær sjálfur.

Snýst pólitík virkilega um það að ljúga þegar það hentar.

Það kemur mér svosem ekki á óvart frá þessum flokki en ég vildi trúa því að þessi einstaklingur væri heiðarlegur. Af hverju í andskotanum getur fólk ekki reynt að vera heiðarlegt.

dylgjublogg pólitík
Athugasemdir

Nonni - 28/05/08 11:16 #

Þetta flokkast ekki undir dylgjublogg, þar sem það tekur minna en 10 sekúntur að komast að því um hvern er rætt.

Er til upptaka af þessu, okkur til fróðleiks?

Matti - 28/05/08 11:21 #

Ég bætti vísuninni inn eftirá, ætla nú samt að kalla þetta dylgjublogg.

Ég er að vísa til bloggfærslu þar sem þingmaðurinn skrifar:

Baráttan gegn kristnidómsfræðslunni er þessvegna misskilin barátta sem mun engum skemmta nema skrattanum og þeim sem mest vilja útmála pínslir helvítis í skelfilegum eldmessum. Það ánægjulega er að þingmenn Vinstri grænna sem margir hverjir eru líkt og ég efasemdarmenn í trúmálum hafa fattað þennan misskilning. Fyrir það tek ég ofan fyrir þeim þó ég skilji vel að róttækir ungir sósíalistar og talsmenn trúleysis vilji sumir annan veg...

Ég útskýrði ítarlega og ítrekað í 45 mínútna samtali okkar að "talsmenn trúleysis" væru ekki að mótmæla "kristnidómsfræðslunni".

Bjarni Harðarson - 28/05/08 12:44 #

mér þykir þú ekki mjög málefnalegur matthías eða ætlarðu nú að halda því fram að ég hafi einhverja skoðun en þessa í okkar samtali. þetta er dæmalaus málflutningur. ef þú vilt væna mig um óheiðarleika á ég allavega heimtingu á að vita í hverju sá óheiðarleiki liggur!

Matti - 28/05/08 13:40 #

Málefnalegur!

Bjarni, ég hef þegar útskýrt þetta vel:

Ég útskýrði ítarlega og ítrekað í 45 mínútna samtali okkar að "talsmenn trúleysis" væru ekki að mótmæla "kristnidómsfræðslunni".

Þú skrifar:

Baráttan gegn kristnidómsfræðslunni er þessvegna misskilin barátta sem mun engum skemmta nema skrattanum (feitletrun mín - Matti)

Ertu að reyna að segja mér að þrátt fyrir samtal okkar sértu enn haldinn þessari ranghugmynd? Var ég svona óskýr í máli mínu?

ætlarðu nú að halda því fram að ég hafi einhverja skoðun en þessa í okkar samtali

Þetta snýst ekki um skoðun þína, þú ert að tala um "baráttu gegn kristnidómsfræðslunni" í sambandi við þessi grunnskólalög. Ég fór ítarlega yfir málið, það er enginn að berjast gegn kristnidómsfræðslunni. Samt endurtekur þú þessar rangfærslur. Þetta er ekki skoðun, þetta er fullyrðing um þá sem mótmælt hafa kristnum vísunum í leik- og grunnskólalögum. Ósönn fullyrðing og þú veist það eftir fund okkar.

Svo vísar þú máli þínu til stuðnings í þingræðu þína þar sem þú drullar yfir þá trúleysingja sem gagnýnt hafa trúarbrögð hér á landi. Ræðu sem varð þess valdandi að ég fór og átti með þér fund.

Bjarni, hið rétta í stöðunni hefði verið að biðja okkur afsökunar. Ekki að endurtaka rangfærslur.

Neitar þú því að samtali okkar hafi lokið með því að ég hafi hvatt þig til að leiðrétta héðan í frá þá rangfærslu að þetta snúist um kristinfræðikennslu?

Óli Gneisti - 28/05/08 16:28 #

Bjarni á líka erfitt með að svara einföldum spurningum á eigin bloggi. Hver hefur barist gegn kristinfræðikennslu? Hvernig tengist umrædd lagaklausa kristinfræðikennslu? Hvað þýðir umrædd lagaklausa?

Matti - 28/05/08 18:47 #

Óli, ætli þetta sé ekki það sem við köllum pólitík. Ef hann svarar þessu þyrfti hann að játa að hann hafði rangt fyrir sér, í staðin er betra að ásaka fólk að ósekju um eitthvað annað, eins og að það sé ekki málefnalegt.

Ég er harðorður, hugsanlega finnst honum ég ósanngjarn en ég er ekki ómálefnalegur í þessu máli.

Óli Gneisti - 28/05/08 19:05 #

Það þarf greinilega ekki langan tíma á þingi til að týna heiðarleikanum.

Birgir Baldursson - 28/05/08 22:56 #

Hvers vegna í ósköpunum er svona erfitt fyrir stjórnmálamenn að koma hreint fram og viðurkenna þegar þeir hafa farið með rangt mál? Halda þeir að þeir tapi vinsældum á því? Hver sá pólitíkus sem viðurkennir yfirsjónir sínar og rangfærslur á virðingu mína óskipta, þetta fólk gerir mistök eins og allir aðrir.

Kristján Hrannar Pálsson - 29/05/08 09:14 #

Þorir Bjarni ekki að kíkja hérna aftur við? Ég hafði meira álit á þeim manni en svo að hann færi að endurtaka rangfærslur sem höfðu ítrekað verið leiðréttar. Það er heimskur maður sem skiptir aldrei um skoðun.

Siggi Óla - 29/05/08 16:03 #

Kannski ekki spurning um hvort hann þorir.

Frekar spurning um hvernig hann ætti að svara án þess að lýta illa út.

Reyndar er eina leiðin til þess að biðjast afsökunar því svar hans hér ofar er algjörlega glórulaust þegar litið er til þess sem Matti er að gagnrýna.

Svar Matta við bætir svo gráu ofan á svart og sýnir að þingmaðurinn er algjörlega út í skógi í málflutningi sínum.

Skora á þig Bjarni að játa á þig þessar rangfærslur og biðjast afsökunar á þeim, með því ertu maður að meiri. Annars verður þetta þér til ævarandi skammar.

Matti - 30/05/08 23:28 #

Hann mun aldrei leiðrétta þessar rangfærslur.

Rétt í þessu skrifaði ég nokkuð langa athugasemd hjá Bjarna, ætla að vista hana hér líka. Vitna í kaþólikkann Ragnar Geir Brynjólfsson sem rembist við að verja Bjarna en stendur sig frekar illa.


Ég held að menn geri mistök með því að fara svona nákvæmlega í saumana á orðalagi þingmanna sem þurfa oft að velja orð í flýti til að tjá hugsun sína.

Ragnar, þú gengur of langt til að verja Bjarna - þú rembist.

Ég átti fund með Bjarna Harðarsyni á mánudag. Þar útskýrði ég ítrekað fyrir honum að trúleysingjar væru ekki að berjast gegn kennslu um kristindóm, kristinfræðikennslu. Ég mætti til hans sem einn af "talsmönnum trúleysis".

Við vorum ósammála um margt, en ég taldi ljóst að þessi skilaboð hefðu komist til skila. Við erum ekki að berjast gegn kennslu um kristni, enginn hefur verið að gera slíkt. Ekki Vantrú, ekki Siðmennt og ekki nokkur trúleysingi sem ég hefði rætt við eða orðið var við á netinu.

Ég kvaddi Bjarna með þeim orðum að ég treysti honum til að leiðrétta þennan misskilning næst þegar hann heyrði þessu haldið fram.

Samt endurtekur Bjarni ósannindin hér innan við tveimur sólarhringum eftir fund okkar.

Þetta er gríðarlega óheiðarlegt af Bjarna. Ég gat alveg fyrirgefið honum dylgjur og ósönn ummæli í þingræðu, en að hann skuli endurtaka leikinn eftir að ég hafði farið yfir málið með honum sínir einbeittan brotavilja.

Það skiptir Bjarna ósköp einfaldlega ekki nokkru máli hvort hér er farið satt og rétt með. Þetta snýst um pólitík, hann er þingmaður í kristilegum flokki og hann spilar eftir flokkslínunni. Hann afsakar sig með því að þetta séu skoðanir hans. "Skoðanir". Nei, þetta eru ósannindi. Bjarni getur haft þá skoðun að rangt sé að berjast gegn kristinfræðikennslu, ég væri líka sammála honum, en hann getur ekki haft þá skoðun að slík barátta hafi átt sér stað og "talsmenn trúleysis" séu á bak við hana.

Ég gekk út af fundi Bjarna á mánudagskvöld fullviss um að hann væri maður orða sinna, traustur einstaklingur. Ég hafði enga ástæðu til að halda annað. Ég vissi að við værum ósammála um ýmislegt, Bjarni er sanntrúaður á mátt og mildi ríkiskirkjunnar. Ég myndi jafnvel segja að hann væri ofsatrúaður að því leyti, því ekki hefur hann góð rök í því máli, en það er allt önnur umræða.

Í ræðu sinni á Alþingi sem Bjarni vísar í máli sínu til stuðnings talaði hann með mikilli fyrirlitningu um hroka trúleysingja sem halda því fram að Gvuð sé ekki til og vísaði þá væntanlega til Gvuðs kristinna manna, því við vitum að mennirnir hafa fundið upp ótal gvuði.

Bjarni Harðarson hefur aldrei minnst einu orði á þann hroka trúmanna sem halda því fram að Gvuð sé til. Það segir sig sjálft að sú afstaða hlýtur að vera nákvæmlega jafn hrokafull og hin.

Nei, Bjarni drullaði bara yfir annan hópinn enda þarf hann að spila með liðinu - hinum kristna Framsóknarflokki. Hann spilar sína stöðu vel.