Örvitinn

Sigurrós, nekt og Gobbledigook

Ég mæli með því að þið kíkið á heimasíðu Sigurrósar og horfið á myndbandið með laginu Gobbledigook. Typpi og píkur gvuð minn almáttugur. Já, svo er víst lag í myndbandinu líka.

klám tónlist
Athugasemdir

Jón Magnús - 28/05/08 12:07 #

Efast um að þetta myndband sjáist nokkurn tímann í sjónvarpinu... Steikt myndband.

Kalli - 28/05/08 13:48 #

Nei, er Sigurrós að hætta í þessu helvítis póstrokki og farnir að rokka. Ég gat hlustað (og horft) í gegn :D

LegoPanda - 28/05/08 21:28 #

Sigur Rós, þessi blessuðu náttúrubörn:}

Þetta er frábært myndband, og gott lag líka. Skemmtilega upplífgandi.

Það má alltaf koma eitthvað svona af og til sem mótvægi við tabú fyrir því að sýna mannslíkamann eins og hann er.

Kalli - 28/05/08 22:34 #

Uss, þetta er þarft framtak eftir að tísku- og klámiðnaðurinn hefur búið til ímynd um mannslíkamann.

Ég skil ekki þetta viðhorf að eitthvað sem við öll höfum sé dónalegt. Ekki frekar að ég skilji að það séu til vond orð (öðruvísi en málfræðilega eða hreinlega út frá fagurfræði orðsins) þegar þau eru einungis notuð til að lýsa hlutum og hugmyndum.

Arnold Björnsson - 29/05/08 09:51 #

Reyndar eru þessir líkamar í þessu videoi dæmigerðir fyrir þá ímynd sem tísku- og popiðnaðurinn hefur skapað og því er lítið að græða á þessu videoi í því samhnegi.

Matti - 29/05/08 10:14 #

Ég hjó einmitt eftir því, það eru allir tágrannir í þessu myndbandi.

Kalli - 29/05/08 12:51 #

Hmmm... góður punktur. Þetta er kannski dæmi um sjálfhverfa hugsun þar sem ég sá enga sterapumpaða rappara heldur bara horaða, náföla gaura með slæmar klippingar. Þar með var þetta raunveruleikinn fyrir mér :p

Kristín - 29/05/08 23:01 #

Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum þetta er "bannað innan 18". Börnin mín mega alveg sjá þetta og það oft, ef þau nenna.