Örvitinn

Skjálfti á Austurvelli

Ég fór og gaf blóð í dag. Skellti mér svo niður í bæ ,settist á bekk á Austurvelli og sleikti sólina. Fann vel fyrir skjálftanum og brosti til túrista á næsta bekk. Fólk í kringum mig var ekki mikið að kippa sér upp við þetta.

Uppáhaldsþingmaður minn rölti framhjá mér nokkru fyrir skjálfta, ég lét eins og ég hefði ekki séð hann.

Kolla og Inga María voru að róla og fundu vel fyrir skjálftanum. Gyða var á fjórðu hæð í vinnunni og þar lék allt á reiðiskjálfi.

Áróra Ósk var á ferðinni með ömmu sinni, þær óku Grensásveginn og fundu ekki fyrir neinu. Áróra var dálítið ósátt.

Ég gæti trúað því að nú líði ansi mörgum eins og brotist hafi verið inn hjá þeim, allt í rúst og fólk að taka saman eigur sínar. Ég finn til með því fólki. Sem betur fer varð enginn skaði sem ekki er hægt að bæta.

dagbók