Örvitinn

Hjólað á fótboltaæfingu

Ég hjólaði með stelpurnar á æfingu í gær. Kolla er komin á gamla gírahjólið hennar Áróru og Inga María á hjólið hennar Kollu.

Eini vandinn er að handbremsurnar á nýja hjólinu hennar Kollu henta henni ekki mjög vel, hún þarf að teygja puttana frekar langt og á því ekki auðvelt með að bremsa. Þegar hún panikaði í gær sleppti hún svo bremsunum alveg. Þetta fór samt allt vel.

Það er ekkert rosalega þægilegt fyrir krakka að hjóla í Seljahverfinu, stígar eru skornir sundur af götum og hverfið er allt í brekku, yfirleitt ansi brattri. Við fórum því krókaleið í gær.

Þetta var fyrsti "hjólatúrinn" þeirra á tvíhjólum án hjálpardekkja sögðu þær mér stoltar.

Eigum örugglega eftir að fara nokkra hjólatúra og sumar.

fjölskyldan
Athugasemdir

Elías - 30/05/08 13:03 #

Á flestum barnahjólum eru litlar skrúfur á bremsunum sem notaðar eru til að stytta griplengdina.

Matti - 30/05/08 13:06 #

Takk fyrir ábendinguna. Ég var einmitt að horfa á þessar skrúfur í gær, prófa að fikta í kvöld.