Örvitinn

Páll Vilhjálmsson

pall_vilhjalmsson.jpgKollu finnst Páll Vilhjálmsson afskaplega fyndinn gaur enda er hann bæði hæfilega hortugur og afskaplega orðheppinn. Hún hlær mikið þegar við lesum saman þessa dagana.

Ég veit ekki hvort ég ætti að muna eftir Páli úr sjónvarpinu en mig rámar ekki einu sinni í hann.



bækur
Athugasemdir

Erna - 02/06/08 23:10 #

Vá, nú fékk ég nostalgíukast. Var búin að gleyma Palla kallinum. Hann var/er tær snilld! Var búin að steingleyma að hann héti eitthvað meira en bara Palli, hehe...

Manstu heldur ekki eftir lögunum? (Það var til jóla plata með honum og svo Palli í sælgætislandi minnir mig..."nú er illt í efni, ekkert tyggja má...")

En þessi lög voru núkannski bara pínu óþolandi...

Matti - 02/06/08 23:16 #

Jú, nú rámar mig!

Gunnar J Briem - 02/06/08 23:27 #

Ég hlustaði mikið á plötuna Algjör sveppur. Gísli Rúnar lék Palla. "Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur. Súkkulaði út um allt, í gluggakistu lekur." Þetta þótti mér sniðugt.

Erna - 03/06/08 00:00 #

Já! Algjör sveppur og jóla hvað... Held reyndar að ég hafi verið að rugla sælgætislandinu saman við Glám og Skrám, er ekki viss... Hér er hlekkur á stundina okkar þar sem hann kemur fyrir, reyndar í eldri útgáfu en ég man: http://www.youtube.com/watch?v=su6CUofZijg&feature=related

Már - 03/06/08 07:42 #

Glámur og Skrámur flugu, ásamt talandi kú og kettinum Guttormi, til sælgætislands ("Hann er tannlaus greyið - takið eftir því - tönnunum hann týndi sykur snúði í...") í fljúgandi bolla flughestsins Faxa.

Svo var það Skrámur sem stríddi jólasveininum með hinni ódauðlegu spurningu "Jóla hvað!?"

Er alveg víst að Palli hafi gert þetta tvennt líka?

Björn Friðgeir - 03/06/08 08:46 #

Nokkuð viss um að Palli hafi ekki komið nálægt þessu. Þessi bók var einhver uppáhaldsbókin mín þegar ég var strákur, hrein snilld. Þetta var í sjónvarpinu svona '76-'77, ekkert skrýtið þú munir það ekki. Smá klassík hér: http://youtube.com/watch?v=su6CUofZijg

Erna - 04/06/08 14:05 #

Gvuð hvað ég er að rugla þessu öllu saman!