Örvitinn

Fiskmarkaðurinn

Í tilefni sextán ára afmælis Áróru fórum við út að borða í gærkvöldi. Afmælisbarnið hafði pantað sushi og við fórum því á Fiskmarkaðinn, þar var hægt að fá sushi og ýmislegt annað.

Ég fékk mér krabbakló í forrétt, Gyða pantaði akurhænu - stelpurnar borðuðu forréttina svo með okkur. Í aðalrétt fékk ég mér hlýra, Gyða smálúðu, Kolla og Inga María fengu humarsúpu og Áróra blandað sushi. Allir voru himinlifandi með matinn.

Allt óskaplega gott, þjónustan flott og staðurinn huggulegur.

Eina smávægilega böggið var að borðapöntunin okkar var ekki í kerfinu. Það gerði ekkert til, við fengum borð, en samt er alltaf dálítið leiðinlegt að mæta á stað ef fólk kannast ekki við pöntunina.

Ég og Gyða munum örugglega skella okkur á þennan stað tvö ein og fá okkur tasting menu.

veitingahús
Athugasemdir

Eygló - 04/06/08 20:26 #

Ég fór þarna í haust og fékk mér svona tasting menu. Mæli alveg með því. Ég er ennþá að hugsa um kóngakrabbann :P