Örvitinn

Fasismi Framsóknar

Bjarni Harðarson skrifar grein um trúmál í 24 stundum í dag og skerpir á þeirri hugmynd að hann sé ekki bara óheiðarlegur heldur greindarskertur.

Kæmust stjórnmálamenn hér á landi upp með að kalla aðra en trúleysingja ítrekað fasista?

Segir það okkur ekki ýmislegt um öfgar og hófsemi í þessari umræðu. Bjarni þykist vera talsmaður hófsemi en er eitthvað í málflutningi hans sem styður þá hugaróra?

Hvað er hann að segja í grein dagsin? Jú, ríkiskirkjan er forsenda hófsemi hér á landi og öll trúfélög eiga að boða sína trú í skólum. Skólar eiga að vera markaðstorg trúboðs. Það sama hlýtur þá að gilda um stjórnmálaflokka.

Sýn Bjarna á skólastarf er að mínu mati afskaplega heimskuleg. Enda er mín skoðun sú að Bjarni hefur lítið sem ekkert kynnt sér þessi mál, hann er núna að rembast við að verja vonda skoðun og gerir sér ekki grein fyrir því að það er kominn tími til að hætta að moka.

pólitík
Athugasemdir

Vésteinn - 09/06/08 02:52 #

Í síðustu kosningum var viðkvæðið það að Framsókn væri svarið við öfgum í umhverfismálum. Núna er verið að spinna að Framsókn sé svarið við öfgum í lífsskoðunum. Þetta er bara spuni, asnalegur spuni, að reyna að láta Framsókn vera eina allsherjar remedíu gegn öfgum. Öfgahófsemi.