Örvitinn

Fótboltahátíð Þróttar

Kolla í baráttu um boltannÉg var mættur með stelpurnar í Laugardalinn rétt fyrir níu í morgun en þá tóku þær þátt í fótboltahátíð Þróttar. Kolla spilaði með A liðinu og Inga María með B. Liðin spiluðu alltaf á sitthvorum vellinum og ég var því skokkandi á milli að fylgjast með þeim.

A liðinu gekk ágætlega, þær urðu í öðru sæti á eftir Grindavík. Voru frekar óheppnar að tapa fyrir þeim, áttu fleiri færi í leiknum en gekki ekki að klára þau. B liðið tapaði einum leik og gerði þrjú jafntefli. Inga María stóð sig ágætlega, hún er farin að taka örlítið meiri þátt í leiknum en pabbi hennar þarf samt stundum að hrópa og minna hana á að taka þátt.

Tók slatta af myndum. Að sjálfsögðu líka af Hildi fyrst hún var á staðnum. Eins og sést á þeirri mynd var úrhelli á tímabili og allir orðnir ansi blautir.

fjölskyldan