Örvitinn

Svarthöfði

Vantrú stóð ekki fyrir Svarthöfðagjörningnum í gær. Svarthöfði sjálfur er aftur á móti meðlimur í Vantrú og við vissum af þessu uppátæki, ræddum þetta okkar á milli - en félagsmenn vildu ekki að félagið stæði fyrir þessu.

Ég verð að játa ég hlæ alltaf eins og fífl þegar ég horfi á þetta myndband.

Mæli líka með myndunum hans Karls, mér finnst þessi gríðarlega vel heppnuð.

Það er svo merkilegt að það er til fólk sem er yfir sig hneykslað á þessu athæfi.

kristni
Athugasemdir

Erna - 11/06/08 22:24 #

Alger scnilld! Líka bara mjög nett svona. Engin læti eða neitt. Bara þögul yfirlýsing.

Kristján Hrannar Pálsson - 12/06/08 09:39 #

Myndin þar á eftir er reyndar líka nokkuð góð - hann labbar alveg jafn hofmannlega og fyrsti kvenpresturinn með bagalinn. Má vart á milli sjá hvort költið er uppstrílaðra.

Matti - 12/06/08 22:25 #

Jamm, þetta myndband er snilld. Við vísuðum á þetta myndband á Vantrú fyrir ekki svo löngu.

Gunni - 14/06/08 13:59 #

Ekki hafiði mikla trú á þessu uppátæki. Þið leggið ykkur alla fram við að sverja þetta af ykkur.

Þið eruð fáránlegir!

Matti - 14/06/08 14:02 #

lol

Nei, við erum bara að segja sannleikann. Vantrú mun aldrei hika við að taka ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir. Í þessu tilviki var það ekki félagið sem stóð fyrir þessu, það var einfaldlega ekki sátt um það innan félagsins að standa að þessu.

Mér fannst þetta snilldar gjörningur og hef gríðarlega trú á honum. Tel að þarna hafa tekist að gera gott grín án þess að skaða nokkurn - en um leið hafi tekist að sýna fram á fáránleika prestastéttarinnar.

Þú ert fáránlegur!

ps. Ertu viss um að þú heitir Gunnar en ekki Einar?

Óli Gneisti - 14/06/08 16:38 #

Þetta var nú eiginlega svo vel heppnað að við vorum að spá í að eigna okkur þetta en það hefði verið óheiðarlegt. Það er rétt að taka fram að ég held að allir sem voru upprunalega á móti þessu hafi að lokum verið ánægðir.