James Blunt
Við hjónin fórum á tónleika í kvöld. Já, ég fór á James Blunt. Þarf ég að biðjast afsökunar? Af hverju finnst mér ég vera kominn í vörn? :-)
Gyðu langaði mikið á þessa tónleika og ég skellti mér með henni. Verð að játa að ég hafði töluverða fordóma gagnvart Blunt, hafði ekki heyrt mikið í honum en var samt kominn með ofnæmi fyrir You're beautiful eins og margir aðrir (ég mæli með þessari útgáfu ef þið hafið ekki fengið nóg).
Fordómar mínir minnkuðu þó örlítið þegar ég sá heimildarmynd þar sem hann fór um Kósovo og sagði frá reynslu sinni í hernum. Ég meina, hann er a.m.k. ekki dekurrófa. Hef hlustað örlítið á plöturnar hans eftir að við ákváðum að fara á tónleikana. Sumt finnst mér vont en svo eru nokkur ansi góð lög inn á milli.
Tónleikarnir voru fínir. James Blunt gefur mikið af sér og hljómsveitin var flott. Gyðu fannst frábært. Óskaplega er samt mikið ráp á svona tónleikum - og allt þetta lið röltandi með myndavélarnar og myndavélasímana var út í hött.
Nú ætla ég að hlusta á Vulgar Display of power til að skapa jafnvægi í alheiminum. Æi, það er kjánalegt að láta svona.
Óli Gneisti - 13/06/08 10:47 #
Trúverðugleiki þinn er horfinn.
Kári - 13/06/08 12:25 #
Úff, maður var að horfa á myndskeiðið - það var álíka hrífandi og 2 girls 1 cup. Það lá bara við uppköstum. Þó slapp maður rétt fyrir horn þar sem ekki var um upprunalega lagið að ræða. Aðeins búið að draga tennurnar úr væmninni og sett ásættanlegur kjánaskapur inn í staðin.
Helgi Briem - 13/06/08 13:05 #
Æ ég er löngu vaxinn upp úr svona tónlistardissi og finnst það bara kjánaskapur. Jújú, You're Beautiful var ofspilað í drasl eins og vinsæl lög eru oft, en... so what?
Væri pönkútgáfan You're Hideous möguleiki? Hmm...
Mæli með Ugly með Stranglers. Skemmtileg pæling um eðli fegurðarinnar.