Örvitinn

Kjarni umburðarlyndisfasismans

Við skrifum ósköpin öll af greinum á Vantrú til að veita mótvægi við boðun hindurvitna. Stundum erum við að fást við guðfræði, siðfræði og heimspeki. Iðulega gerum við grín að hindurvitnum en oftast er þetta ekkert grín.

Grein dagsins fjallar um kjarna málsins. Ástæðu þess að við stöndum í þessu rugli, látum ausa yfir okkur skítkasti úr prédikunarstólum og svívirðingum á bloggsíðum. Greinin er stutt, einföld og sönn.

“Amma, ég er sá eini í minni fjölskyldu sem trúi á guð”

“Amma, ég er sá eini í minni fjölskyldu sem trúi á guð,” sagði 7 ára sonur minn við ömmu sína um síðustu jól. Svo vel hafði tekist til við trúboðið í hans grunnskóla og reyndar líka leikskólanum þar á undan. Við foreldrarnir erum trúlausir og okkur er ekkert vel við að skólinn sé að kenna honum trúariðkanir og trú á guð eins og um staðreynd væri að ræða.

Staðreyndin er að fjölmargir ríkiskirkjuprestar og aðrir krysslingar herja á leik- og grunnskólana. Markiðið er kristniboð, þau vilja kristna samfélagið og til þess vilja þau ná til barnanna. Þau vilja sannfæra börnin okkar um að eldgömul kjánaleg hindurvitni séu forsenda góðra siða - án trúarinnar séum við ekki og getum ekki verið góðar manneskjur.

Þessi prestahópur er fámenni öfgahópurinn í samfélaginu, ekki við sem mótmælum siðleysi þeirra.

kristni vísanir
Athugasemdir

Sævar Helgi - 16/06/08 14:07 #

Mér finnst þetta skelfilegt að lesa. Ég var staddur í Varmárskóla um helgina og las þar auglýsingu sem á stóð: "Vinaleið... eitthvað fyrir þig". Ömurlegt að hugsa til þess að þessir ríkiskirkjuklerkar séu að herja á börnin. Ég vona að ég þurfi aldrei að standa í svona baráttu eins og þú, Reynir og Arnold.

Og já, prestar eru fámennur en hávær öfgahópur.