Örvitinn

Fánamálið

Pabbi benti mér á að eitthvað væri í gangi á þaki Stjórnarráðsins og við fylgdumst með þegar lögregla og slökkvilið bjargaði fánanum, alþjóð til heilla. Það mátti ekki tæpara standa. "Og því verður ekki með orðum lýst, hvað allur sá lýður varð glaður og feginn".

Fánanum bjargað

Ætli það sé ekki best að taka fram að Vantrú kom ekki nálægt þessu :-)

myndir
Athugasemdir

Kalli - 17/06/08 23:24 #

Ég var að velta fyrir mér hvort einhver hefði ekki náð almennilegum myndum af þessu :)

Má ég ekki byltublogga myndina á stuffparty.net?

Kalli - 17/06/08 23:41 #

Núna, já :) Hendi þessu inn sem follow up á fyrri vísun á þennan atburð. Mikið verður gaman að fylgjast með mogglingunum núna. Stebbi Fr var snöggur til og ég held að grunur minn um að hann sé ekki alvöru maður heldur gjörningur á vegum Baggalúts sé hér með staðfestur.

Kalli - 17/06/08 23:51 #

Ágætt að þú minntist á Vantrú því einn mogglingurinn varð að minnast á félagið um leið og hann bölvaði mönnunum sem vanhelguðu krosslafstuskuna.

Kalli - 18/06/08 00:01 #

Í einhverjum fréttum var sagt að nýr fáni hefði verið dregin að húni.

Matti - 18/06/08 00:04 #

Ég er nokkuð viss um að það er ekki rétt. Ég á myndir af allri björgunaraðgerðinni, þau tóku litla fánann af skömmu eftir að myndin sem fylgir færslunni var tekin og hífðu þann stóra aftur upp.

Kalli - 18/06/08 00:16 #

Áhugavert... en of seint til að pæla meira í því. Best að gera það í fyrramálið.

Matti - 18/06/08 00:20 #

Jæja, síðasta myndin af þessum atburði.

Hér eru þau búin að ná litla fánanum af og eru að hífa hinn upp aftur.

Ég á 19 myndir á milli þessara tveggja, frá 17:10:47 til 17:13:08 - aldrei er skipt um fána.

Það er semsagt rugl að fáninn hafi verið klipptur í tætlur.