Örvitinn

Miðbæjarferð 17. júní

Á ArnarhóliÉg vona að ég hafi ekki brunnið. Þetta var meiri blíðan. Er búinn að bera á mig after sun þar sem ég var of þrjóskur til að setja á mig sólarvörn

Gerðum svosem ekki margt, byrjuðum hjá Brúðubílnum, borguðum alltof mikinn pening svo stelpurnar kæmust í hoppukastala fyrir framan Iðu og fórum svo á Arnarhól og sátum þar. Borðuðum nesti á Austurvelli áður en við fórum heim rétt rúmlega sex.

Hér eru myndir dagsins. Meðal annars önnur mynd af stóra fánamálinu, þar sem fljúgandi geimvera hefur bæst í hópinn.

dagbók
Athugasemdir

hildigunnur - 18/06/08 23:05 #

við tímdum ekki (hmm, áttum ekki lausan pening og þeir tóku ekki kort) hoppukastalanum fyrir utan Iðu, við litla hrifningu sonarins. Held ég hefði viljað borga samt, í stað fyrir nær hálftíma röð í ókeypis skátakastalana í Hljómskálagarðinum.

Og ég fékk sólarexem. Súrt.

Matti - 18/06/08 23:09 #

Við byrjuðum einmitt á því að labba framhjá endalausum röðum í Hljómskálagarðinum. Rúmar 300 krónur á barn fyrir 2-3 mínútur í hoppukastala er samt dálítið mikið, en ef maður lítur á þetta sem greiðslu fyrir tíma í biðröð er upphæðin þolanlegri.