Örvitinn

Ríkiskirkjan vill nýjan þjóðfána

Á prestastefnu um daginn ræddu prestar ríkiskirkjunnar ýmislegt mikilvægt, eins og t.d. hvort fjólublár og dökkgrænn væru gasalega púkalegir litir og stungu upp á því að eitthvað drastískt yrði gert í litamálum.

Minna hefur farið fyrir þeirri tillögu presta að breyta skuli þjóðfánanum. Bjarni Harðarson og aðrir framsóknarmenn hafa þegar tekið undir þessa tillögu og búast má við því að Guðni Ágústsson leggi fram frumvarp um leið og þing hefst að nýju.

Ég hakkaði mig inn á póstlista prestanna og náði mynd af nýja fánanum. Eins og sést er hann í anda ríkiskirkjunnar. Höskuldur Þórhallsson þingmaður framsóknar laumaði sér á listann og lofaði að styðja málið enda sé Ísland kristið land og þessi fáni styðji við kristna arfleifð íslenskrar menningar, auk þess eru allir útlendingar sem máli skipta kristnir að hans mati.

Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnafirði, sagði að nauðsynlegt væri að skipta um fána áður en að Vantrú kæmi og borðaði börn.

skáldskapur
Athugasemdir

Elías - 18/06/08 13:00 #

Krossinn er ekki upprunninn beinlínis sem trúartákn, heldur er hann upprunninn úr merki krossferðanna. Sumum kann að finnast þetta vera hártogun, en mér finnst munurinn vera greinilegur og mikilvægur.

Matti - 18/06/08 13:47 #

Krossinn í fánanum hefur aldrei stuðað mig þó sumir trúmenn vilji trúa því eins og mörgu öðru.

Jesúfáninn myndi aftur á móti stuða mig :)

Eva - 19/06/08 22:43 #

Mér finnst ekkert skipta öllu máli hvort krosslafsdúkurinn er upprunninn sen trúartákn, hugsaður sem trúartákn eða notatur sem trúartákn. Í augum almennings er krossinn trúartákn í dag og algerlega óviðeigandi að hafa þjóðfána sem ber trúartákn eða þjóðsöng sem er sálmur. Hvorugt stuðar mig en það er jafn óviðeigandi fyrir því.

Þeir sem líta á þessa afstöðu sem hvert annað nöldur geta velt fyrir sér hvað þeim þætti um það ef þjóðfáninn bæri hakakross eða merki SS sveitanna. Hvort tveggja eru forn trúartákn en ekki upprunnin hjá Nasistum en mér finnst nú samt líklegt að tengingin við Hitler og félaga stæði í mörgum.

Matti - 20/06/08 00:11 #

Mér finnst þjóðsöngurinn miklu verri en fáninn.

Það er allt afgreitt sem nöldur í dag.

Vésteinn Valgarðsson - 23/06/08 04:41 #

Það er reyndar fyndið með þjóðsönginn, að þótt hann sé sálmur, þá er hann efnislega ekki lútherskur sálmur heldur frekar únitarískur. Þannig að krafan um breytingu á honum ætti kannski að koma frá ríkiskirkjunni. Semsé að únitarasálmi yrði skipt út fyrir lútherskan sálm.