Örvitinn

Ofstækismaðurinn

Ég verð stundum dálítið hissa á því hvað ég má lítið skrifa til að vera orðinn versti ofstækismaður í augum þeirra sem ég andmæli. Þó er ég oftast að svara mun verri skotum úr hinni áttinni.

Eftir situr fólk helsært og barmar sér undan "andstyggilegum" orðum mínum, þar sem það versta eru fullyrðingar mínar um að skrifin sem ég gagnrýni séu "merkingarlaust rugl" og jafnvel "dæmigerðar dylgjur". Að sjálfsögðu er engin ástæða til að skoða orðin í því samhengi sem þau eru rituð, ég er jú ofstækismaðurinn.

Það sjá það allir að slík skrif þarf að fela fyrir börnunum.

dylgjublogg
Athugasemdir

Tryggvi R. Jonsson - 19/06/08 14:59 #

Ákveðinn húmor samt í að vera sakaður um "dæmigerðar dylgjur" og setja umfjöllunina um það í flokkinn dylgjublogg :-)

Matti - 19/06/08 15:24 #

Bíddu bíddu, hvaða andstyggilegu orð eru þetta Tryggvi. Ég bara, ég bara veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Ertu að segja að ég sé ekki samkvæmur sjálfum mér :-)

Reyndar játa ég yfirleitt alltaf á mig dylgjur mínar þegar á mig er gengið.

Tryggvi R. Jonsson - 20/06/08 08:51 #

Ekki bara játar heldur merkir sérstaklega! En margt gæti maður nú sagt um þig en ekki að þú sért ósamkvæmur sjálfum þér ;-)