Örvitinn

Kolla á litla sviðinu

Kolla leikkonaÞessa vikuna var Kolla á söng og leiknámskeiði í Borgarleikhúsinu. Þetta átti rosalega vel við hana, hún var himinlifandi eftir hvern dag.

Í dag var sýning í litla salnum þar sem yngri og eldri krakkarnir sýndu sitthvort leikritið. Kolla stóð sig eins og hetja, lék einn strákanna þar sem það voru bara tveir strákar í hennar hóp. Ein stelpa hafði skælt sig úr drengjahlutverki en Kollu fannst það lítið mál. Mundi nær allar línurnar, gleymdi bara "prumpufýlunni".

Þetta var eina vikan sem var laus þegar við pöntuðum og Kolla fékk bara fjóra daga á námskeiði vegna þjóðhátíðardagsins. Næsta sumar verðum við fyrri til. Inga María segir að hún vilji fara líka. Ólíkt Kollu er hún dálítið feimin, við sjáum því til hvernig hljóðið verður í henni að ári. Kolla fer pottþétt aftur.

fjölskyldan