Örvitinn

Eiturefnahernaður

Ég vatt mér loks í að eitra í kvöld. Mikið óskaplega er það þreytandi með þessum litla brúsa sem tekur ekki nema 2-3 lítra. Þurfti eflaust að fylla brúsann um tíu sinnum. Þetta gekk betur í fyrra þegar ég fékk lánaðar stærri og betri græjur.

Frá sjónarhóli smádýranna sem voru að éta trjágróðurinn minn hafði ég vissulega ansi mikið vald.

Verst fannst mér að kála myndarlegum kóngulóm. Ef þær hefðu staðið sig betur hefði ég ekki þurft að standa í þessu. Þetta var þeim sjálfum að kenna!

dagbók
Athugasemdir

Matti - 21/06/08 01:44 #

Það verður reyndar að segjast eins og er, ég er óþarflega kærulaus í kringum þetta eitur. Permasectið er eitthvað að fara illa í augun á mér núna.