Örvitinn

Flutningar og garðsláttur með ívafi

Ég hóf daginn snemma í Mosfellsbænum þar sem ég aðstoðaði foreldra mína við flutninga. Þau eru kominn á hinn enda höfuðborgarsvæðisins, búa nú við lækinn í Hafnafirði. Flutningar gengu nokkuð vel enda búið að flytja slatta fyrir.

Þegar ég kom heim seinnipartinn fór ég að slá grasið. Var nokkuð fljótur með blettinn fyrir framan en hafði ekki slegið lengi í garðinum fyrir aftan hús þegar annað plastblaðið brotnaði á grein. Ég fór því af stað í leit að nýju blaði en fann ekkert þó ég færi á þrjá staði.

Endaði á því að kaupa nýja sláttuvél í Garðheimum, þá ódýrustu sem ég fann, rafmagnssláttuvél á tilboði fyrir rétt rúmar þrettán þúsund krónur. Sú nýja er með stálblaði og miklu betri en sú gamla. Meira að segja með poka fyrir sláttinn.

Nú glápi ég á fótbolta, frekar þreyttur í baki, en sem betur fer með kaldan bjór og reyni að slaka á.

dagbók
Athugasemdir

Arnold - 22/06/08 10:32 #

Og Rússarnir eru geggjaðir! Í kvöld keppa mínir á móti þínum. Skiptir engu hvernig sá leikur fer, þeim verður slátrað af Rússum í undanúrslitum.

Asskoti er ég heppinn að eiga ekki garð :)

Matti - 22/06/08 11:47 #

Rússarnir voru magnaðir. Spánverjar kjöldrógu þá reyndar í fyrsta leik og ég treysti þeim alveg til að gera það aftur. En fyrst þurfa þeir að komast framhjá ítölum.