Örvitinn

Einfalt risotto með lambakjöti

Ég held ég hafi aldrei eldað jafn einfalt risotto og í kvöld. Reyndar kom það til út af því að ekkert var til, ég hélt t.d. að við ættum lauk áður en ég byrjaði en hann var búinn.

Lambakjötið var afgangur frá sunnudagskvöldi, úrvals kjöt sem við grilluðum þá. Ég byrjaði reyndar á því að hella smá sítrónusafa, hítlauksolíu og balsamik edit yfir kjötið sem ég hafði skorið í litla bita, þetta var eflaust óþarfa dútl. Steikti svo hvítlauk og setti kjötið út í. Hellti grjónunum yfir og steikti í rúma mínútu, þá rauðvínsglas út í og eftir það kjötsoðið ausu fyrir ausu næstu tuttugu mínútur. Í lokin setti ég tómatkraft og hrærði vel, smá rifinn parmesan ost og smjör.

Kom vel út, stelpurnar voru að fíla þetta og Inga María fékk sér ábót. Kolla fékk því miður ekkert að borða, hún er ekki enn búin að jafna sig.

matur